Kynntu nýtt þjónustukort fyrir landsmönnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júní 2019 13:38 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynntu nýtt gagnvirkt þjónustukort á blaðamannafundi í Þjóðminjasafninu í dag. Svo segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Kortið sýnir almenna þjónustu hins opinbera og einkaaðila um land allt með myndrænum hætti og hefur Byggðastofnun opnað aðgang að kortinu. Markmiðið með kortinu er að auka og bæta aðgengi almennings að upplýsingum um þjónustu víðsvegar um landið og auka tækifæri til nýsköpunar og frekari stefnumótunar á sviði byggðamála. Útgáfa Þjónustukortsins er í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnar ásamt því að vera ein af aðgerðum byggðaáætlunar fyrir árin 2018 til 2024. Með kortinu og gögnunum sem það byggir á mun fást hröð og einföld yfirsýn yfir hvaða þjónusta er veitt hvar á landinu. Byggðastofnun óskar eftir ábendingum, athugasemdum og leiðréttingum við kortið. Hægt er að koma skilaboðum á framfæri á ábendingarhnappi á kortinu. Þá verður stöðug uppfærsla á kortagögnum þar sem þjónusta breytist og færist til, nýir þjónustuþættir bætast við og aðrir hætta. Í þessu ljósi er gott og virkt samstarf við almenning, fyrirtæki og stofnanir lykilatriði í mótun kortsins og unnið verður að því út þetta ár að bæta við upplýsingum um þjónustuþætti inn á kortið. „Upplýsingar um margháttaða þjónustu á vegum ríkisins eru þegar komnar inn á kortið. Einnig upplýsingar um ýmsa þjónustu á vegum sveitarfélaga og einkaaðila. Unnið er að því að skrá fleiri þjónustuþætti sveitarfélaga inn á kortið og verður í framhaldinu lögð áhersla á að skrá þjónustu á vegum einkaaðila,“ segir í tilkynningu. Til stendur að uppfæra upplýsingar á kortinu reglulega. Komið á fyrir á tengingum við aðra opinbera gagnagrunna þar sem þess er kostur. Þá er stefnt að því að hægt verði að sjá hversu langt er í tiltekna þjónustu út frá gefinni staðsetningu. Einnig stendur til að þýða flokkaheiti í kortinu yfir á önnur tungumál svo kortið verði aðgengilegt fyrir sem flesta. „Mikil áhersla er lögð á að gögnin sem safnast séu opin og fljótlega verður opnuð niðurhalssíða þar sem hægt verður að sækja gagnasett sem liggja að baki kortinu. Þannig nýtast upplýsingarnar öllum almenningi endurgjaldslaust, s.s. til ýmis konar nýsköpunar í atvinnulífinu eða úrvinnslu og miðlunar t.d. á sviði ferðaþjónustu, opinberrar stjórnsýslu eða í menntakerfinu.“ Fullgert verður þjónustukortið fyrsta kort sinnar tegundar sem veitir aðgang að heildstæðum þjónustuupplýsingum um land allt. Kortið má finna á www.þjónustukort.is Neytendur Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynntu nýtt gagnvirkt þjónustukort á blaðamannafundi í Þjóðminjasafninu í dag. Svo segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Kortið sýnir almenna þjónustu hins opinbera og einkaaðila um land allt með myndrænum hætti og hefur Byggðastofnun opnað aðgang að kortinu. Markmiðið með kortinu er að auka og bæta aðgengi almennings að upplýsingum um þjónustu víðsvegar um landið og auka tækifæri til nýsköpunar og frekari stefnumótunar á sviði byggðamála. Útgáfa Þjónustukortsins er í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnar ásamt því að vera ein af aðgerðum byggðaáætlunar fyrir árin 2018 til 2024. Með kortinu og gögnunum sem það byggir á mun fást hröð og einföld yfirsýn yfir hvaða þjónusta er veitt hvar á landinu. Byggðastofnun óskar eftir ábendingum, athugasemdum og leiðréttingum við kortið. Hægt er að koma skilaboðum á framfæri á ábendingarhnappi á kortinu. Þá verður stöðug uppfærsla á kortagögnum þar sem þjónusta breytist og færist til, nýir þjónustuþættir bætast við og aðrir hætta. Í þessu ljósi er gott og virkt samstarf við almenning, fyrirtæki og stofnanir lykilatriði í mótun kortsins og unnið verður að því út þetta ár að bæta við upplýsingum um þjónustuþætti inn á kortið. „Upplýsingar um margháttaða þjónustu á vegum ríkisins eru þegar komnar inn á kortið. Einnig upplýsingar um ýmsa þjónustu á vegum sveitarfélaga og einkaaðila. Unnið er að því að skrá fleiri þjónustuþætti sveitarfélaga inn á kortið og verður í framhaldinu lögð áhersla á að skrá þjónustu á vegum einkaaðila,“ segir í tilkynningu. Til stendur að uppfæra upplýsingar á kortinu reglulega. Komið á fyrir á tengingum við aðra opinbera gagnagrunna þar sem þess er kostur. Þá er stefnt að því að hægt verði að sjá hversu langt er í tiltekna þjónustu út frá gefinni staðsetningu. Einnig stendur til að þýða flokkaheiti í kortinu yfir á önnur tungumál svo kortið verði aðgengilegt fyrir sem flesta. „Mikil áhersla er lögð á að gögnin sem safnast séu opin og fljótlega verður opnuð niðurhalssíða þar sem hægt verður að sækja gagnasett sem liggja að baki kortinu. Þannig nýtast upplýsingarnar öllum almenningi endurgjaldslaust, s.s. til ýmis konar nýsköpunar í atvinnulífinu eða úrvinnslu og miðlunar t.d. á sviði ferðaþjónustu, opinberrar stjórnsýslu eða í menntakerfinu.“ Fullgert verður þjónustukortið fyrsta kort sinnar tegundar sem veitir aðgang að heildstæðum þjónustuupplýsingum um land allt. Kortið má finna á www.þjónustukort.is
Neytendur Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira