Fótbolti

Gaf Griezmann til kynna að hann væri á leið burt frá Spáni?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Griezmann eftir sigurinn í gær.
Griezmann eftir sigurinn í gær. vísir/getty

Antoine Griezmann, framherjinn knái, gæti verið á leið burt frá Spáni en hann ræddi við fjölmiðla eftir 4-0 sigur Frakka á Andorra í gærkvöldi.

Griezmann tilkynnti á dögunum að hann myndi ekki framlengja samning sinn við Atletico Madrid en ekki hefur verið gefið út hvert Frakkinn mun fara.

„Ég vil að framtíð mín komist á hreint meira en nokkur annar en við þurfum að bíða,“ sagði Griezmann.

„Ég veit ekki hvort ég verði áfram á Spáni. Kannski vitum við eitthvað meira eftir tvær vikur. Ég vil bara spila fótbolta og hafa gaman.“

Griezmann kom til Altetico Madrid frá Real Sociedad árið 2014 en hann hefur eytt flestum árum á ferli sínum á Spáni.

Hann skoraði fimmtán mörk í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og skoraði alls 21 mörk í öllum keppnum en Atletico endaði í öðru sætinu á eftir Barcelona.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.