Fótbolti

Tekur Buffon við af Casillas?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Buffon er samningslaus.
Buffon er samningslaus. vísir/getty
Hinn reynslumikli markvörður, Gianluigi Buffon, gæti verið á leiðinni til Portúgals en hann er talinn í samningaviðræðum við Porto.Tuttosport greinir frá en Buffon er samningslaus eftir að PSG og ítalski markvörðurinn komust að samkomulagi um að endurnýja ekki samninginn.Buffon lék í eitt ár í Frakklandi eftir að hafa spilað í sautján ár með Juventus þar sem hann vann fjölmarga titla en nú gæti hann verið á leið til Portúgals.Iker Casillas fékk hjartaáfall í síðasta mánuði og flestir telja að hann þurfi að hætta fótboltaiðkun. Því kemur Buffon til greina sem næsti markvörður Porto.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.