Fótbolti

Óttast að leikmenn misnoti breytingar á reglum um hendi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Fran Kirby nældi í vítaspyrnu fyrir England vegna breytinganna
Fran Kirby nældi í vítaspyrnu fyrir England vegna breytinganna vísir/getty

Breytingarnar á fótboltareglunum  sem komnar eru í notkun hér á Íslandi og á HM kvenna vekja áhyggjur um að leikmenn muni vísvitandi skjóta boltanum í hendur andstæðinganna til þess að fá vítaspyrnur.

Í nýjustu uppfærslum á fótboltareglunum var ákvæðið um hendi uppfært svo að það er víti eða aukaspyrna ef leikmaður fer viljandi með hendina í boltann en einnig er hægt að dæma ef leikmenn gera líkamann stærri með handleggjunum eða fara með handlegginn fyrir ofan axlarhæð.

Reglan er nú þegar farin að hafa áhrif, England fékk vítaspyrnu í leiknum gegn Skotum á HM í fótbolta á sunnudag eftir að myndbandsdómarinn dæmdi að fyrirgjöf Fran Kirby hafi farið í handlegginn á Nicola Docherty.

„Það væri mögulega hægt að misnota þetta,“ sagði Kirby í viðtali við The Times.

„Ég vil halda að leikmenn myndu ekki gera það, en þetta er erfið regla.“

„Ég ætla ekki að keyra upp að endamörkum og sparka boltanum svo í hendina á andstæðingnum til þess að fá víti og ég vil halda að aðrir geri það ekki heldur.“

Þessi nýja regla hefur fengið nokkra gagnrýni, sérstaklega vegna þess að myndbandsdómgæsla mun líklega alltaf gefa vítaspyrnu.

„Ég vissi að um leið og boltinn fór inn í teiginn og fór í Docherty að þetta yrði vítaspyrna. Um leið og ég sá að þetta færi í myndbandsdómgæslu þá vissi ég að þetta yrði vítaspyrna. Ég fór upp til Nikita Parris og sagði henni að gera sig tilbúna.“

„Dómararnir sögðu það mjög skírt að ef handleggirnir eru ekki í náttúrulegri stöðu eða upp við líkamann þá verður dæmd vítaspyrna.“

Þessi regla verður við gildi í öllum deildum á næsta tímabili og þá verður myndbandsdómgæsla tekin upp í ensku úrvalsdeildinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.