Óttast að leikmenn misnoti breytingar á reglum um hendi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. júní 2019 14:00 Fran Kirby nældi í vítaspyrnu fyrir England vegna breytinganna vísir/getty Breytingarnar á fótboltareglunum sem komnar eru í notkun hér á Íslandi og á HM kvenna vekja áhyggjur um að leikmenn muni vísvitandi skjóta boltanum í hendur andstæðinganna til þess að fá vítaspyrnur. Í nýjustu uppfærslum á fótboltareglunum var ákvæðið um hendi uppfært svo að það er víti eða aukaspyrna ef leikmaður fer viljandi með hendina í boltann en einnig er hægt að dæma ef leikmenn gera líkamann stærri með handleggjunum eða fara með handlegginn fyrir ofan axlarhæð. Reglan er nú þegar farin að hafa áhrif, England fékk vítaspyrnu í leiknum gegn Skotum á HM í fótbolta á sunnudag eftir að myndbandsdómarinn dæmdi að fyrirgjöf Fran Kirby hafi farið í handlegginn á Nicola Docherty. „Það væri mögulega hægt að misnota þetta,“ sagði Kirby í viðtali við The Times. „Ég vil halda að leikmenn myndu ekki gera það, en þetta er erfið regla.“ „Ég ætla ekki að keyra upp að endamörkum og sparka boltanum svo í hendina á andstæðingnum til þess að fá víti og ég vil halda að aðrir geri það ekki heldur.“ Þessi nýja regla hefur fengið nokkra gagnrýni, sérstaklega vegna þess að myndbandsdómgæsla mun líklega alltaf gefa vítaspyrnu. „Ég vissi að um leið og boltinn fór inn í teiginn og fór í Docherty að þetta yrði vítaspyrna. Um leið og ég sá að þetta færi í myndbandsdómgæslu þá vissi ég að þetta yrði vítaspyrna. Ég fór upp til Nikita Parris og sagði henni að gera sig tilbúna.“ „Dómararnir sögðu það mjög skírt að ef handleggirnir eru ekki í náttúrulegri stöðu eða upp við líkamann þá verður dæmd vítaspyrna.“ Þessi regla verður við gildi í öllum deildum á næsta tímabili og þá verður myndbandsdómgæsla tekin upp í ensku úrvalsdeildinni. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Sjá meira
Breytingarnar á fótboltareglunum sem komnar eru í notkun hér á Íslandi og á HM kvenna vekja áhyggjur um að leikmenn muni vísvitandi skjóta boltanum í hendur andstæðinganna til þess að fá vítaspyrnur. Í nýjustu uppfærslum á fótboltareglunum var ákvæðið um hendi uppfært svo að það er víti eða aukaspyrna ef leikmaður fer viljandi með hendina í boltann en einnig er hægt að dæma ef leikmenn gera líkamann stærri með handleggjunum eða fara með handlegginn fyrir ofan axlarhæð. Reglan er nú þegar farin að hafa áhrif, England fékk vítaspyrnu í leiknum gegn Skotum á HM í fótbolta á sunnudag eftir að myndbandsdómarinn dæmdi að fyrirgjöf Fran Kirby hafi farið í handlegginn á Nicola Docherty. „Það væri mögulega hægt að misnota þetta,“ sagði Kirby í viðtali við The Times. „Ég vil halda að leikmenn myndu ekki gera það, en þetta er erfið regla.“ „Ég ætla ekki að keyra upp að endamörkum og sparka boltanum svo í hendina á andstæðingnum til þess að fá víti og ég vil halda að aðrir geri það ekki heldur.“ Þessi nýja regla hefur fengið nokkra gagnrýni, sérstaklega vegna þess að myndbandsdómgæsla mun líklega alltaf gefa vítaspyrnu. „Ég vissi að um leið og boltinn fór inn í teiginn og fór í Docherty að þetta yrði vítaspyrna. Um leið og ég sá að þetta færi í myndbandsdómgæslu þá vissi ég að þetta yrði vítaspyrna. Ég fór upp til Nikita Parris og sagði henni að gera sig tilbúna.“ „Dómararnir sögðu það mjög skírt að ef handleggirnir eru ekki í náttúrulegri stöðu eða upp við líkamann þá verður dæmd vítaspyrna.“ Þessi regla verður við gildi í öllum deildum á næsta tímabili og þá verður myndbandsdómgæsla tekin upp í ensku úrvalsdeildinni.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Sjá meira