Fótbolti

Staðfestir að Griezmann sé á leið til Barcelona

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Griezmann skoraði 21 mark fyrir Atlético Madrid á síðasta tímabili.
Griezmann skoraði 21 mark fyrir Atlético Madrid á síðasta tímabili. vísir/getty

Antoine Griezmann er á förum til Spánarmeistara Barcelona. Þetta staðfesti Gil Marín, stjórnarformaður Atlético Madrid sem Griezmann hefur leikið með frá árinu 2014.

„Ég veit nákvæmlega hvert hann fer og hef vitað það síðan í mars. Hann fer til Barcelona,“ sagði Marín í útvarpsviðtali.

Griezmann var sjálfur búinn að greina frá því að hann væri á förum frá Atlético Madrid í sumar.

Hinn 28 ára Griezmann skoraði 133 mörk í 256 leikjum fyrir Atlético Madrid. Hann vann Evrópudeildina með liðinu á þarsíðasta tímabili.

Barcelona hefur orðið spænskur meistari undanfarin tvö tímabil.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.