Fótbolti

Bull að PSG hafi unnið baráttuna um De Ligt

Anton Ingi Leifsson skrifar
De Ligt í úrslitaleiknum gegn Portúgal í Þjóðadeildinni á dögunum.
De Ligt í úrslitaleiknum gegn Portúgal í Þjóðadeildinni á dögunum. vísir/getty
Mino Raiola, umboðsmaðurinn umdeildi, segir að það sé ekki rétt að umbjóðandi hans, Matthijs de Ligt, sé búinn að semja við frönsku meistarana í PSG.

De Ligt er ein heitasta varan á leikmannamarkaðnum í sumar en talið er að Juventus, Manchester United, Liverpool, PSG og Barcelona séu á meðal þeirra liða sem berjist um hann.

Franskir miðlar greindu frá því í gær að De Ligt væri nærri því að ganga í raðir PSG en einn blaðamaðurinn birti mynd af sér og Raiola.

Umboðsmaðurinn Raiola, sem er eftir allt saman ekki á leið í bann, segir að þessar sögusagnir séu algjör þvæla.

„Þetta er klassískt dæmi um falsfréttir,“ sagði Mino í samtali við ANSA miðilinn. „Franski blaðamaðurinn bað mig um mynd en ég vissi ekki hver hann var. Ég hef aldrei talað við hann.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×