Fótbolti

Spila Englendingar fyrir luktum dyrum í Búlgaríu?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stuðningsmenn Búlgaríu í leiknum gegn Kósóvó á mánudaginn.
Stuðningsmenn Búlgaríu í leiknum gegn Kósóvó á mánudaginn. vísir/getty

Knattspyrnusamband Búlgaríu gætu átt yfir höfuð sér refsingu eftir hegðun stuðningsmanna liðsins í 3-2 tapi gegn Kósóvó á mánudaginn.

Stuðningsmennirnir höfðu uppi rasísk ummæli í átt að leikmönnum Kósóvó en leikið var í höfuðborg Búlgaríu, Sofíu, á mánudagskvöldið.

UEFA mun taka upp málið 18. júlí og þar kemur í ljós hversu harða refsingu Búlgaría fær en líkur eru á því að þeir þurfi að leika fyrir luktum dyrum.

Enska landsliðið er í þessum riðli og þeir mæta Búlgaríu í Sofíu þann 14. október en teljast má líklegt að enginn áhorfandi verði á þeim leik.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.