Fótbolti

Spila Englendingar fyrir luktum dyrum í Búlgaríu?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stuðningsmenn Búlgaríu í leiknum gegn Kósóvó á mánudaginn.
Stuðningsmenn Búlgaríu í leiknum gegn Kósóvó á mánudaginn. vísir/getty
Knattspyrnusamband Búlgaríu gætu átt yfir höfuð sér refsingu eftir hegðun stuðningsmanna liðsins í 3-2 tapi gegn Kósóvó á mánudaginn.

Stuðningsmennirnir höfðu uppi rasísk ummæli í átt að leikmönnum Kósóvó en leikið var í höfuðborg Búlgaríu, Sofíu, á mánudagskvöldið.

UEFA mun taka upp málið 18. júlí og þar kemur í ljós hversu harða refsingu Búlgaría fær en líkur eru á því að þeir þurfi að leika fyrir luktum dyrum.







Enska landsliðið er í þessum riðli og þeir mæta Búlgaríu í Sofíu þann 14. október en teljast má líklegt að enginn áhorfandi verði á þeim leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×