Fótbolti

Ísland upp um fimm sæti á FIFA listanum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Íslenska liðið vann tvo mikilvæga sigra á heimavelli í landsliðsglugganum sem var að klárast
Íslenska liðið vann tvo mikilvæga sigra á heimavelli í landsliðsglugganum sem var að klárast vísir/bára

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fer upp um fimm sæti á nýjum styrkleikalista alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA sem birtur var í morgun.

Ísland situr í 35. sæti listans, en var í 40. sæti á síðasta lista. Ísland er í 22. sæti af 55 Evrópuþjóðum og þriðja sæti Norðurlandanna, Danir og Svíar sitja fyrir ofan Ísland.

Efstu sætin halda sér eins og þau voru á síðasta lista, Belgar eru efstir og heimsmeistarar Frakka í öðru sæti.

Portúgal fer upp um tvö sæti við það að vinna Þjóðadeildina og situr í fimmta sæti listans.

Tyrkir fara upp um tvö sæti og sitja í 37. sæti þrátt fyrir tapið gegn Íslendingum í undankeppni EM 2020, en þeir unnu heimsmeistarana á heimavelli nokkrum dögum fyrr.

Efstu sæti styrkleikalistans:
1. Belgía
2. Frakkland
3. Brasilía
4. England
5. Portúgal
6. Króatía
7. Spánn
8. Úrúgvæ
9. Sviss
10. Danmörk
Allan listann má sjá hér.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.