Margir vilja komast í háskólana í haust Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júní 2019 11:19 Vits er þörf þeim er víða ratar segir í Hávamálum. Vísir/Vilhelm Umsóknum í tvo fjölmennustu háskóla landsins fjölgar töluvert á milli ára. Háskóla Íslands bárust 5600 umsóknir um grunnnám fyrir næsta skólaár og nemur fjölgunin um 13% milli ára. Rúmlega 3300 umsóknir bárust um nám við Háskólann í Reykjavík en reiknað er með því að 1500 nemendur hefji nám við háskólann í haust. Þær upplýsingar fengust frá Háskóla Íslands að umsóknarfjöldinn í ár væri umtalsvert meiri en sem nemur fjölda þeirra sem lýkur stúdentsprófi í ár. Þá reyndist heildarfjöldi umsókna um grunn- og framhaldsnám nærri níu þúsund að þessu sinni en þar af eru um 1.200 umsóknir frá erlendum nemendum. Aðsókn í kennaranám eykst töluvert milli ára og sama má segja um umsóknir um nám í hjúkrunarfræði, sálfræði, tilteknar verkfræðigreinar og félagsráðgjöf. Aldrei hafa verið fleiri umsóknir um grunnnám við Háskóla Íslands en árin eftir hrun. Þær voru 6.078 árið 2011 og 6.363 árið 2012. Svo fór þeim að fækka aðeins milli ára fram til 2017 en hafa farið upp á við eftir það. Umsóknir um framhaldsnám hafa verið stöðugri, á bilinu 2800-3200 umsóknir frá hruni. Ríflega 3.300 umsóknir hafa borist um nám við Háskólann í Reykjavík fyrir haustönn 2019. Það er um 10% fjölgun á umsóknum milli ára. Reiknað er með að um 1500 nemendur hefji nám við háskólann í haust. Enn er opið fyrir umsóknir um nám í Háskólagrunni HR, iðn- og tæknifræðideild og einstakar brautir í meistaranámi. Flestir sækja um tölvunarfræði. Mikil fjölgun umsókna í verkfræði, sálfræði og iðnfræði Tæplega 1900 umsóknir bárust um grunnnám við háskólann sem er um 10% fjölgun frá árinu áður. Flestar umsóknir bárust um grunnnám í tölvunarfræði, eða 450 talsins. Nær 40% fjölgun hefur orðið á umsóknum um diplómanám í iðnfræði, þó umsóknarfrestur um það sé ekki liðinn, en háskólinn hefur unnið að því að vekja sérstaka athygli á möguleikum á háskólanámi eftir iðnnám. Um 30% fjölgun varð á umsóknum um grunnnám í verkfræðideild háskólans og munar þar mestu um umsóknir um nýtt nám sem veitir MSc gráðu í verkfræði og BSc gráðu í tölvunarfræði, en 46 umsóknir bárust um það. Um 20% fjölgun varð einnig á umsóknum um grunnnám í sálfræði, en um það sækja nú 190 nemendur. Tæplega 1200 umsóknir bárust um meistaranám og er það 13% fjölgun frá árinu áður og 30% fjölgun frá árinu 2017. Flestar umsóknir, 132, bárust um nám í klínískri sálfræði og fjölgar þeim um 13% á milli ára. 246 umsóknir bárust um fjórar námsbrautir Íslenska orkuháskólans, samanborið við 160 árið áður. Mikil fjölgun varð í erlendum umsóknum um meistaranám í viðskiptadeild, þar með talið MBA, meistaranám í máltækni og byggingarverkfræði. Þá hefur mikil fjölgun einnig orðið í umsóknum um doktorsnám við háskólann. Skóla - og menntamál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Umsóknum í tvo fjölmennustu háskóla landsins fjölgar töluvert á milli ára. Háskóla Íslands bárust 5600 umsóknir um grunnnám fyrir næsta skólaár og nemur fjölgunin um 13% milli ára. Rúmlega 3300 umsóknir bárust um nám við Háskólann í Reykjavík en reiknað er með því að 1500 nemendur hefji nám við háskólann í haust. Þær upplýsingar fengust frá Háskóla Íslands að umsóknarfjöldinn í ár væri umtalsvert meiri en sem nemur fjölda þeirra sem lýkur stúdentsprófi í ár. Þá reyndist heildarfjöldi umsókna um grunn- og framhaldsnám nærri níu þúsund að þessu sinni en þar af eru um 1.200 umsóknir frá erlendum nemendum. Aðsókn í kennaranám eykst töluvert milli ára og sama má segja um umsóknir um nám í hjúkrunarfræði, sálfræði, tilteknar verkfræðigreinar og félagsráðgjöf. Aldrei hafa verið fleiri umsóknir um grunnnám við Háskóla Íslands en árin eftir hrun. Þær voru 6.078 árið 2011 og 6.363 árið 2012. Svo fór þeim að fækka aðeins milli ára fram til 2017 en hafa farið upp á við eftir það. Umsóknir um framhaldsnám hafa verið stöðugri, á bilinu 2800-3200 umsóknir frá hruni. Ríflega 3.300 umsóknir hafa borist um nám við Háskólann í Reykjavík fyrir haustönn 2019. Það er um 10% fjölgun á umsóknum milli ára. Reiknað er með að um 1500 nemendur hefji nám við háskólann í haust. Enn er opið fyrir umsóknir um nám í Háskólagrunni HR, iðn- og tæknifræðideild og einstakar brautir í meistaranámi. Flestir sækja um tölvunarfræði. Mikil fjölgun umsókna í verkfræði, sálfræði og iðnfræði Tæplega 1900 umsóknir bárust um grunnnám við háskólann sem er um 10% fjölgun frá árinu áður. Flestar umsóknir bárust um grunnnám í tölvunarfræði, eða 450 talsins. Nær 40% fjölgun hefur orðið á umsóknum um diplómanám í iðnfræði, þó umsóknarfrestur um það sé ekki liðinn, en háskólinn hefur unnið að því að vekja sérstaka athygli á möguleikum á háskólanámi eftir iðnnám. Um 30% fjölgun varð á umsóknum um grunnnám í verkfræðideild háskólans og munar þar mestu um umsóknir um nýtt nám sem veitir MSc gráðu í verkfræði og BSc gráðu í tölvunarfræði, en 46 umsóknir bárust um það. Um 20% fjölgun varð einnig á umsóknum um grunnnám í sálfræði, en um það sækja nú 190 nemendur. Tæplega 1200 umsóknir bárust um meistaranám og er það 13% fjölgun frá árinu áður og 30% fjölgun frá árinu 2017. Flestar umsóknir, 132, bárust um nám í klínískri sálfræði og fjölgar þeim um 13% á milli ára. 246 umsóknir bárust um fjórar námsbrautir Íslenska orkuháskólans, samanborið við 160 árið áður. Mikil fjölgun varð í erlendum umsóknum um meistaranám í viðskiptadeild, þar með talið MBA, meistaranám í máltækni og byggingarverkfræði. Þá hefur mikil fjölgun einnig orðið í umsóknum um doktorsnám við háskólann.
Skóla - og menntamál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira