Margir vilja komast í háskólana í haust Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júní 2019 11:19 Vits er þörf þeim er víða ratar segir í Hávamálum. Vísir/Vilhelm Umsóknum í tvo fjölmennustu háskóla landsins fjölgar töluvert á milli ára. Háskóla Íslands bárust 5600 umsóknir um grunnnám fyrir næsta skólaár og nemur fjölgunin um 13% milli ára. Rúmlega 3300 umsóknir bárust um nám við Háskólann í Reykjavík en reiknað er með því að 1500 nemendur hefji nám við háskólann í haust. Þær upplýsingar fengust frá Háskóla Íslands að umsóknarfjöldinn í ár væri umtalsvert meiri en sem nemur fjölda þeirra sem lýkur stúdentsprófi í ár. Þá reyndist heildarfjöldi umsókna um grunn- og framhaldsnám nærri níu þúsund að þessu sinni en þar af eru um 1.200 umsóknir frá erlendum nemendum. Aðsókn í kennaranám eykst töluvert milli ára og sama má segja um umsóknir um nám í hjúkrunarfræði, sálfræði, tilteknar verkfræðigreinar og félagsráðgjöf. Aldrei hafa verið fleiri umsóknir um grunnnám við Háskóla Íslands en árin eftir hrun. Þær voru 6.078 árið 2011 og 6.363 árið 2012. Svo fór þeim að fækka aðeins milli ára fram til 2017 en hafa farið upp á við eftir það. Umsóknir um framhaldsnám hafa verið stöðugri, á bilinu 2800-3200 umsóknir frá hruni. Ríflega 3.300 umsóknir hafa borist um nám við Háskólann í Reykjavík fyrir haustönn 2019. Það er um 10% fjölgun á umsóknum milli ára. Reiknað er með að um 1500 nemendur hefji nám við háskólann í haust. Enn er opið fyrir umsóknir um nám í Háskólagrunni HR, iðn- og tæknifræðideild og einstakar brautir í meistaranámi. Flestir sækja um tölvunarfræði. Mikil fjölgun umsókna í verkfræði, sálfræði og iðnfræði Tæplega 1900 umsóknir bárust um grunnnám við háskólann sem er um 10% fjölgun frá árinu áður. Flestar umsóknir bárust um grunnnám í tölvunarfræði, eða 450 talsins. Nær 40% fjölgun hefur orðið á umsóknum um diplómanám í iðnfræði, þó umsóknarfrestur um það sé ekki liðinn, en háskólinn hefur unnið að því að vekja sérstaka athygli á möguleikum á háskólanámi eftir iðnnám. Um 30% fjölgun varð á umsóknum um grunnnám í verkfræðideild háskólans og munar þar mestu um umsóknir um nýtt nám sem veitir MSc gráðu í verkfræði og BSc gráðu í tölvunarfræði, en 46 umsóknir bárust um það. Um 20% fjölgun varð einnig á umsóknum um grunnnám í sálfræði, en um það sækja nú 190 nemendur. Tæplega 1200 umsóknir bárust um meistaranám og er það 13% fjölgun frá árinu áður og 30% fjölgun frá árinu 2017. Flestar umsóknir, 132, bárust um nám í klínískri sálfræði og fjölgar þeim um 13% á milli ára. 246 umsóknir bárust um fjórar námsbrautir Íslenska orkuháskólans, samanborið við 160 árið áður. Mikil fjölgun varð í erlendum umsóknum um meistaranám í viðskiptadeild, þar með talið MBA, meistaranám í máltækni og byggingarverkfræði. Þá hefur mikil fjölgun einnig orðið í umsóknum um doktorsnám við háskólann. Skóla - og menntamál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Umsóknum í tvo fjölmennustu háskóla landsins fjölgar töluvert á milli ára. Háskóla Íslands bárust 5600 umsóknir um grunnnám fyrir næsta skólaár og nemur fjölgunin um 13% milli ára. Rúmlega 3300 umsóknir bárust um nám við Háskólann í Reykjavík en reiknað er með því að 1500 nemendur hefji nám við háskólann í haust. Þær upplýsingar fengust frá Háskóla Íslands að umsóknarfjöldinn í ár væri umtalsvert meiri en sem nemur fjölda þeirra sem lýkur stúdentsprófi í ár. Þá reyndist heildarfjöldi umsókna um grunn- og framhaldsnám nærri níu þúsund að þessu sinni en þar af eru um 1.200 umsóknir frá erlendum nemendum. Aðsókn í kennaranám eykst töluvert milli ára og sama má segja um umsóknir um nám í hjúkrunarfræði, sálfræði, tilteknar verkfræðigreinar og félagsráðgjöf. Aldrei hafa verið fleiri umsóknir um grunnnám við Háskóla Íslands en árin eftir hrun. Þær voru 6.078 árið 2011 og 6.363 árið 2012. Svo fór þeim að fækka aðeins milli ára fram til 2017 en hafa farið upp á við eftir það. Umsóknir um framhaldsnám hafa verið stöðugri, á bilinu 2800-3200 umsóknir frá hruni. Ríflega 3.300 umsóknir hafa borist um nám við Háskólann í Reykjavík fyrir haustönn 2019. Það er um 10% fjölgun á umsóknum milli ára. Reiknað er með að um 1500 nemendur hefji nám við háskólann í haust. Enn er opið fyrir umsóknir um nám í Háskólagrunni HR, iðn- og tæknifræðideild og einstakar brautir í meistaranámi. Flestir sækja um tölvunarfræði. Mikil fjölgun umsókna í verkfræði, sálfræði og iðnfræði Tæplega 1900 umsóknir bárust um grunnnám við háskólann sem er um 10% fjölgun frá árinu áður. Flestar umsóknir bárust um grunnnám í tölvunarfræði, eða 450 talsins. Nær 40% fjölgun hefur orðið á umsóknum um diplómanám í iðnfræði, þó umsóknarfrestur um það sé ekki liðinn, en háskólinn hefur unnið að því að vekja sérstaka athygli á möguleikum á háskólanámi eftir iðnnám. Um 30% fjölgun varð á umsóknum um grunnnám í verkfræðideild háskólans og munar þar mestu um umsóknir um nýtt nám sem veitir MSc gráðu í verkfræði og BSc gráðu í tölvunarfræði, en 46 umsóknir bárust um það. Um 20% fjölgun varð einnig á umsóknum um grunnnám í sálfræði, en um það sækja nú 190 nemendur. Tæplega 1200 umsóknir bárust um meistaranám og er það 13% fjölgun frá árinu áður og 30% fjölgun frá árinu 2017. Flestar umsóknir, 132, bárust um nám í klínískri sálfræði og fjölgar þeim um 13% á milli ára. 246 umsóknir bárust um fjórar námsbrautir Íslenska orkuháskólans, samanborið við 160 árið áður. Mikil fjölgun varð í erlendum umsóknum um meistaranám í viðskiptadeild, þar með talið MBA, meistaranám í máltækni og byggingarverkfræði. Þá hefur mikil fjölgun einnig orðið í umsóknum um doktorsnám við háskólann.
Skóla - og menntamál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira