Draumabyrjun hjá Úrúgvæ

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cavani fagnar eftir að hafa komið Úrúgvæ í 2-0.
Cavani fagnar eftir að hafa komið Úrúgvæ í 2-0. vísir/getty
Úrúgvæ rúllaði yfir Ekvador, 4-0, í C-riðli Suður-Ameríkukeppninnar í gær.Úrúgvæar urðu Suður-Ameríkumeistarar 2011 og þykja líklegir til afreka í ár.Nicolás Lodeiro kom Úrúgvæ yfir eftir sex mínútna leik. Á 24. mínútu gaf José Quintero Lodeiro olnbogaskot og var rekinn af velli.Edinson Cavani tvöfaldaði forskot Úrúgvæ þegar hann klippti boltann í netið eftir hornspyrnu á 33. mínútu. Luis Súarez skoraði svo þriðja markið mínútu fyrir lok fyrri hálfleiks.Seinni hálfleikurinn var öllu rólegri. Aðeins eitt mark var skorað og það var afar klaufalegt sjálfsmark Arturo Mina. Lokatölur 4-0, Úrúgvæ í vil.Næsti leikur Úrúgvæ er gegn Japan á fimmtudaginn. Á föstudaginn mætir Ekvador Síle.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.