Fullt hús stiga hjá Þjóðverjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þjóðverjar fagna marki Linu Magull.
Þjóðverjar fagna marki Linu Magull. vísir/getty
Þýskaland átti ekki í neinum vandræðum með að leggja Suður-Afríku að velli í B-riðli HM kvenna í dag. Lokatölur 0-4, Þjóðverjum í vil.Þýska liðið vann riðilinn með fullu húsi stiga og án þess að fá á sig mark. Suður-Afríka tapaði hins vegar öllum þremur leikjunum og er fyrsta liðið sem er úr leik á HM.Melanie Leupolz kom Þýskalandi yfir á 14. mínútu þegar hún skallaði hornspyrnu Verenu Schweers í netið.Á 29. mínútu jók Sara Däbritz forystu Þjóðverja þegar hún nýtti sér skelfileg mistök suður-afríska markvarðarins, Andile Dlamini. Alexandra Popp skoraði svo þriðja mark Þýskaland með skalla þegar fimm mínútur voru til hálfleiks.Aðeins eitt mark var skorað í seinni hálfleik. Það gerði Lina Magull með skoti af stuttu færi á 58. mínútu.Þetta er í fjórða sinn sem Þýskaland vinnur alla sína leiki í riðlakeppninni á HM. Þýska liðið gerði það einnig 1991, 2003 og 2011.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.