Spánn og Kína bæði komin áfram eftir markalaust jafntefli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lítið var um færi í leiknum í Le Havre.
Lítið var um færi í leiknum í Le Havre. vísir/getty
Kína og Spánn eru bæði komin í 16-liða úrslit heimsmeistaramóts kvenna eftir markalaust jafntefli liðanna í Le Havre í dag.

Bæði lið enduðu með fjögur stig í B-riðli. Sökum hagstæðari markatölu tóku Spánverjar 2. sætið en Kínverjar fóru áfram sem eitt af liðunum með bestan árangur í 3. sæti riðlanna.

Leikurinn var frekar rólegur og augljóst að taugar leikmanna voru þandar, enda mikið undir.

Patri Guijarro fékk besta færi leiksins þegar sex mínútur voru eftir en Peng Shimeng varði skot hennar.

Þetta er í fyrsta sinn sem Spánn kemst upp úr sínum riðli á HM. Leikurinn í dag var jafnframt sá fyrsti sem Spánverjar halda hreinu í á HM.

Kína hefur komist upp úr sínum riðli á öllum sjö heimsmeistaramótunum sem liðið hefur tekið þátt á.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira