María fiskaði víti þegar Noregur fór áfram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
María og norsku leikmennirnir fagna.
María og norsku leikmennirnir fagna. vísir/getty
María Þórisdóttir lék allan leikinn í vörn Noregs sem tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum HM kvenna með sigri á Suður-Kóreu, 1-2, í lokaleik sínum í A-riðli.Bæði mörk Noregs komu úr vítaspyrnum. Strax á 5. mínútu var togað í Maríu innan teigs og víti dæmt. Caroline Graham Hansen fór á punktinn og skoraði.Hansen fiskaði svo víti í upphafi seinni hálfleiks sem Isabell Herlovsen skoraði úr og kom Noregi í 0-2.Þrátt fyrir erfiða stöðu hélt Suður-Kórea áfram að sækja og uppskar mark á 78. mínútu þegar Min-ji Yeo kom boltanum framhjá Ingrid Hjelmseth í norska markinu.Þetta reyndist eina mark Suður-Kóreu á HM en liðið tapaði öllum þremur leikjunum sínum og endaði í neðsta sæti A-riðils.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.