Innlent

Fylgi Vinstri grænna og ríkisstjórnar minnkar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá fundi þingflokksformanna á Alþingi þar sem reynt er að semja um þinglok.
Frá fundi þingflokksformanna á Alþingi þar sem reynt er að semja um þinglok. Vísir/Friðrik Þór

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 22,1% og jókst lítillega frá síðustu mælingu MMR frá því í seinni hluta maí. Fylgi bæði Pírata og Samfylkingar mældist 14,4% en Samfylkingin bætti við sig tæpum tveimur prósentustigum milli mælinga.

Þá féll fylgi Vinstri grænna um tæp þrjú prósentustig milli mælinga og mældist 11,3%. Miðflokkurinn kemur í humátt á eftir með 10,6% fylgi.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 40,2% samanborið við 45,5% undir lok maímánaðar.

Fylgi Pírata mældist nú 14,4% og mældist 14,0% í síðustu könnun.
Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 14,4% og mældist 12,5% í síðustu könnun
Fylgi Vinstri grænna mældist nú 11,3% og mældist 14,1% í síðustu könnun.
Fylgi Miðflokksins mældist nú 10,6% og mældist 10,8% í síðustu könnnun.
Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,5% og mældist 8,3% í síðustu könnun.
Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 7,7% og mældist 9,7% í síðustu könnun.
Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 4,4% og mældist 3,4% í síðustu könnun.
Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,2% og mældist 4,2% í síðustu könnun.
Fylgi annarra flokka mældist 1,3% samanlagt.

Frá þessu er greint í nýrri mælingu MMR sem framkvæmd var dagana 7. til 14. júní og náði til 988 einstaklinga átján ára og eldri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.