Erlent

Hundrað kílóa sprengja fannst í Berlín

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sprengjan sést hér á mynd sem lögreglan í Berlín birti á Twitter-reikningi sínum fyrir skömmu.
Sprengjan sést hér á mynd sem lögreglan í Berlín birti á Twitter-reikningi sínum fyrir skömmu. Mynd/lögreglan í berlín
Vegfarandi í nágrenni Alexanderplatz í Berlín í Þýskalandi gekk í dag fram á hundrað kílóa ameríska sprengju. Sprengjan er síðan úr seinni heimsstyrjöld en lögregla var í kjölfarið kölluð til og rýmdi og afgirti svæðið. Engum varð meint af.

Sprengjan er sennilega óvirk en gert er ráð fyrir því að hún verði aftengd í dag. Sprengjan fannst á horni Dircksen- og Voltairestrasse þar sem verkamenn voru að störfum. Þá hefur íbúum í um 300 metra radíus við sprengjuna verið gert að yfirgefa heimili sín á meðan sprengjusveitir athafna sig.

Lögregla í Berlín mun halda almenningi upplýstum um gang mála í dag.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.