Innlent

Sandur frá Langjökli skerðir loftgæði og skapar mistur í borginni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Svona var um að lítast yfir höfuðborgarsvæðinu á fimmta tímanum en mistrið er greinilegt.
Svona var um að lítast yfir höfuðborgarsvæðinu á fimmta tímanum en mistrið er greinilegt. Vísir/Birgir

Veðurblíða og þurrkur draga nú til sín sand frá Langjökli sem skapar slæm loftgæði í borginni en styrkur svifryks er hár í dag samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Njörvasund og Fossaleyni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Á vef Umhverfisstofnunar sést að loftgæði mælast mjög slæm við áðurnefndar mælistöðvar. Þá flokkast loftgæði slæm við mælingarstöðvar í Húsdýragarðinum og við Brúarland í Mosfellsbæ.

Börnum og öðrum sem eru viðkvæmir í öndunarfærum er bent á að fylgjast með loftgæðum en nú er hægur vindur og hlýtt og ekki líkur á úrkomu fyrr en á mánudaginn.

Þá fylgist Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Einnig er hægt að fylgjast með loftgæðamælingum á vefsíðunni loftgæði.is.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.