Innlent

Eyjamenn taka á móti nýjum Herjólfi í dag

Ari Brynjólfsson skrifar
Nýi Herjólfur er kominn heim.
Nýi Herjólfur er kominn heim. Tryggvi Már, Eyjar.net
Formleg móttökuathöfn fyrir nýjan Herjólf­ fer fram í Friðarhöfninni í Vestmannaeyjum í dag. At­höfn­in hefst kl. 14.15 með ræðum sam­gönguráðherra, for­stjóra Vega­gerðar­inn­ar, for­manns bæj­ar­ráðs og full­trúa Vest­manna­eyja­ferj­unn­ar Herjólfs. Prest­ur Landa­kirkju mun blessa skipið og Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra form­lega nefna það.

Skipið verður svo til sýnis milli kl. 14.30 og 16. Boðið verður upp á veitingar og skemmtiatriði. Skipið verður einnig til sýnis á morgun, sunnudag, frá kl. 16 til 18.

Skipið kom til hafnar í gær og lauk þar með langri bið. Upphaflega átti það að hefja siglingar 20. júní í fyrra. Það dróst til 30. mars á þessu ári vegna rafvæðingar skipsins. Skipið var tilbúið í Póllandi í mars en afhending frestaðist vegna samninga skipasmíðastöðvarinnar og Vegagerðarinnar. Skipið mun sigla á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar.
Tengdar fréttir

Herjólfur kominn heim til Eyja

Nýr Herjólfur kom til Vestmannaeyja nú undir kvöld eftir rúmlega fimm sólarhringa siglingu frá pólsku hafnarborginni Gdynia.

Herjólfur á heimleið

Nýr Herjólfur er lagður af stað til Vestmannaeyja frá pólsku hafnarborginni Gdynia og við tekur um sex sólarhringa sigling heim til heimahafnar í Heimaey.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.