Innlent

Eyjamenn taka á móti nýjum Herjólfi í dag

Ari Brynjólfsson skrifar
Nýi Herjólfur er kominn heim.
Nýi Herjólfur er kominn heim. Tryggvi Már, Eyjar.net

Formleg móttökuathöfn fyrir nýjan Herjólf­ fer fram í Friðarhöfninni í Vestmannaeyjum í dag. At­höfn­in hefst kl. 14.15 með ræðum sam­gönguráðherra, for­stjóra Vega­gerðar­inn­ar, for­manns bæj­ar­ráðs og full­trúa Vest­manna­eyja­ferj­unn­ar Herjólfs. Prest­ur Landa­kirkju mun blessa skipið og Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra form­lega nefna það.

Skipið verður svo til sýnis milli kl. 14.30 og 16. Boðið verður upp á veitingar og skemmtiatriði. Skipið verður einnig til sýnis á morgun, sunnudag, frá kl. 16 til 18.

Skipið kom til hafnar í gær og lauk þar með langri bið. Upphaflega átti það að hefja siglingar 20. júní í fyrra. Það dróst til 30. mars á þessu ári vegna rafvæðingar skipsins. Skipið var tilbúið í Póllandi í mars en afhending frestaðist vegna samninga skipasmíðastöðvarinnar og Vegagerðarinnar. Skipið mun sigla á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar.


Tengdar fréttir

Herjólfur kominn heim til Eyja

Nýr Herjólfur kom til Vestmannaeyja nú undir kvöld eftir rúmlega fimm sólarhringa siglingu frá pólsku hafnarborginni Gdynia.

Herjólfur á heimleið

Nýr Herjólfur er lagður af stað til Vestmannaeyja frá pólsku hafnarborginni Gdynia og við tekur um sex sólarhringa sigling heim til heimahafnar í Heimaey.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.