Fanga ekki veitt þjónusta í samræmi við dómsúrskurð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. júní 2019 09:00 Páll Winkel hefur lengi lýst áhyggjum af lakri heilbrigðisþjónustu í íslenskum fangelsum. Fréttablaðið/Anton Brink Gæsluvarðhaldsfangi fær ekki geðheilbrigðisþjónustu í gæsluvarðhaldi þrátt fyrir að réttur hans til hennar sé sérstaklega tiltekinn í úrskurði Landsréttar sem kveðinn var upp í vikunni. Maðurinn er ákærður fyrir fjölda þjófnaðarbrota og brota gegn valdstjórninni og var í héraði úrskurðaður í svokallaða síbrotagæslu. Verjandi hans krafðist þess fyrir Landsrétti að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi en til vara að honum „verði gert að vera á geðdeild Landspítalans eða annarri viðeigandi stofnun“ á meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Landsréttur féllst ekki á þá kröfu á þeim forsendum að á grundvelli laga um fullnustu refsinga beri að veita honum viðeigandi heilbrigðisþjónustu á meðan hann situr í gæsluvarðhaldi. „Við bjóðum ekki upp á geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum eins og gert er á geðdeildum sjúkrahúsanna,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, aðspurður um úrskurðinn. „Það er enginn geðlæknir starfandi í fangelsum landsins og þær breytingar sem loksins virðast í sjónmáli eru ekki komnar til framkvæmda,“ segir Páll og vísar til nýrra áforma um eflingu geðheilbrigðisþjónustu í fangelsunum. Vegna þeirra áforma auglýstu Sjúkratryggingar Íslands fyrr í vor eftir áhugasömum aðila til að útfæra og veita föngum í öllum fangelsum landsins geðheilbrigðisþjónustu, en fjárveiting til þessa hefur þegar verið tryggð í fjárlögum. Takmörkuð geðheilbrigðisþjónusta fyrir fanga og málefni geðsjúkra afbrotamanna hafa komið ítrekað til umræðu á undanförnum áratug vegna manneklu og skorts á þjónustu í fangelsum, fangelsunar og jafnvel einangrunar þroskaskertra einstaklinga og hárrar tíðni sjálfsvíga fanga. Innlendar og erlendar eftirlitsstofnanir hafa ítrekað gert athugasemdir vegna vandans en ráðuneyti og opinberar stofnanir gjarnan bent hver á aðra. Ráðuneytum dóms- og heilbrigðismála ber ekki saman um hvar ábyrgðin liggi og benda hvort á annað. Forstöðumaður geðsviðs Landspítala hefur sagt að fangar eigi ekki heima á geðdeild en sjálfur hefur Páll lýst opinberlega áhyggjum sínum af því að mannréttindabrot hafi verið framin gagnvart veiku fólki í fangelsunum. Þar séu oft og tíðum vistaðir fangar með alvarlegan geðrænan vanda og jafnvel fólk sem svipt hefur verið sjálfræði. Páll segir slíka tilvísun dómenda til réttar fanga til heilbrigðisþjónustu fátíða. „Það er auðvitað alveg rétt hjá Landsrétti að föngum er tryggður þessi réttur í lögum. Það bara dugar ekki til þar sem þessi þjónusta er ekki til staðar í raunheimum.“ Meðal eftirlitsaðila sem gert hafa athugasemdir við aðbúnað geðsjúkra fanga er pyndinganefnd Evrópuráðsins. Nefndin hefur nýlokið sinni fimmtu eftirlitsferð á Íslandi. Hún var hér í rúma viku. „Nefndin heimsótti öll fangelsi landsins nema eitt og átti kost á að hitta nánast alla fanga landsins. Miðað við áherslurnar í þeim heimsóknum kæmi mér ekki á óvart að einkunn hennar um geðheilbrigðismál verði léleg. Ég býst við verulegum athugasemdum en það á allt saman eftir að koma í ljós,“ segir Páll. Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Gæsluvarðhaldsfangi fær ekki geðheilbrigðisþjónustu í gæsluvarðhaldi þrátt fyrir að réttur hans til hennar sé sérstaklega tiltekinn í úrskurði Landsréttar sem kveðinn var upp í vikunni. Maðurinn er ákærður fyrir fjölda þjófnaðarbrota og brota gegn valdstjórninni og var í héraði úrskurðaður í svokallaða síbrotagæslu. Verjandi hans krafðist þess fyrir Landsrétti að úrskurðurinn yrði felldur úr gildi en til vara að honum „verði gert að vera á geðdeild Landspítalans eða annarri viðeigandi stofnun“ á meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Landsréttur féllst ekki á þá kröfu á þeim forsendum að á grundvelli laga um fullnustu refsinga beri að veita honum viðeigandi heilbrigðisþjónustu á meðan hann situr í gæsluvarðhaldi. „Við bjóðum ekki upp á geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum eins og gert er á geðdeildum sjúkrahúsanna,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, aðspurður um úrskurðinn. „Það er enginn geðlæknir starfandi í fangelsum landsins og þær breytingar sem loksins virðast í sjónmáli eru ekki komnar til framkvæmda,“ segir Páll og vísar til nýrra áforma um eflingu geðheilbrigðisþjónustu í fangelsunum. Vegna þeirra áforma auglýstu Sjúkratryggingar Íslands fyrr í vor eftir áhugasömum aðila til að útfæra og veita föngum í öllum fangelsum landsins geðheilbrigðisþjónustu, en fjárveiting til þessa hefur þegar verið tryggð í fjárlögum. Takmörkuð geðheilbrigðisþjónusta fyrir fanga og málefni geðsjúkra afbrotamanna hafa komið ítrekað til umræðu á undanförnum áratug vegna manneklu og skorts á þjónustu í fangelsum, fangelsunar og jafnvel einangrunar þroskaskertra einstaklinga og hárrar tíðni sjálfsvíga fanga. Innlendar og erlendar eftirlitsstofnanir hafa ítrekað gert athugasemdir vegna vandans en ráðuneyti og opinberar stofnanir gjarnan bent hver á aðra. Ráðuneytum dóms- og heilbrigðismála ber ekki saman um hvar ábyrgðin liggi og benda hvort á annað. Forstöðumaður geðsviðs Landspítala hefur sagt að fangar eigi ekki heima á geðdeild en sjálfur hefur Páll lýst opinberlega áhyggjum sínum af því að mannréttindabrot hafi verið framin gagnvart veiku fólki í fangelsunum. Þar séu oft og tíðum vistaðir fangar með alvarlegan geðrænan vanda og jafnvel fólk sem svipt hefur verið sjálfræði. Páll segir slíka tilvísun dómenda til réttar fanga til heilbrigðisþjónustu fátíða. „Það er auðvitað alveg rétt hjá Landsrétti að föngum er tryggður þessi réttur í lögum. Það bara dugar ekki til þar sem þessi þjónusta er ekki til staðar í raunheimum.“ Meðal eftirlitsaðila sem gert hafa athugasemdir við aðbúnað geðsjúkra fanga er pyndinganefnd Evrópuráðsins. Nefndin hefur nýlokið sinni fimmtu eftirlitsferð á Íslandi. Hún var hér í rúma viku. „Nefndin heimsótti öll fangelsi landsins nema eitt og átti kost á að hitta nánast alla fanga landsins. Miðað við áherslurnar í þeim heimsóknum kæmi mér ekki á óvart að einkunn hennar um geðheilbrigðismál verði léleg. Ég býst við verulegum athugasemdum en það á allt saman eftir að koma í ljós,“ segir Páll.
Fangelsismál Heilbrigðismál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira