Fótbolti

Neville: Deilum gleði þeirra og sorg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Phil Neville ræðir við Fran Kirby eftir leikinn gegn Argentínu.
Phil Neville ræðir við Fran Kirby eftir leikinn gegn Argentínu. vísir/getty

Phil Neville, þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta, tileinkaði framherjanum Fran Kirby og markverðinum Carly Telford sigurinn á Argentínu, 1-0, á HM í Frakklandi í gær.

Móðir Kirbys lést 14. júní fyrir ellefu árum. Leikurinn í gær hafði því mikla þýðingu fyrir hana eins og sást eftir að lokaflautið gall. Telford, sem stóð á milli stanganna hjá Englandi í gær, missti einnig móður sína í fyrra. Leikurinn í gær var hennar fyrsti á stórmóti á ferlinum.

„Við erum fjölskylda,“ sagði Neville eftir leikinn í Le Havre í gær.

Hann hrósaði bæði Kirby og Telford fyrir frammistöðu þeirra gegn Argentínu.

„Við vissum að þessi dagur var mikilvægur fyrir Fran. Það fer ekkert á milli máli hversu vænt henni þótti um móður sína og hversu mikið hún saknar hennar,“ sagði Neville.

„Móðir Carlys lést í fyrra. Þetta var í fyrsta sinn sem hún spilar á stórmóti þrátt fyrir að hafa oft verið í hóp. Vonandi fylgdust mæður þeirra með og voru stoltar af þeim. Þetta var tilfinningaríkur dagur. Við deilum gleði þeirra og sorg.“

Enska liðið var miklu sterkara í leiknum í gær en þurfti að sýna þolinmæði gegn baráttuglöðu liði Argentínu. Jodie Taylor skoraði eina mark leiksins á 61. mínútu. Með sigrinum tryggði England sér sæti í 16-liða úrslitum HM.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.