Fótbolti

Bolt skoraði í góðgerðarleik

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jamie Carragher og Usain Bolt í leiknum
Jamie Carragher og Usain Bolt í leiknum vísir/getty

Usain Bolt var á meðal markaskorara í sigri heimsliðsins á Englandi í góðgerðarleik UNICEF í gær.

Spretthlauparinn Bolt reyndi að gerast atvinnumaður í fótbolta eftir að hann hætti í frjálsum íþróttum árið 2017 en í byrjun árs 2019 lagði hann íþróttaferilinn á hilluna.

Hann er þó ekki hættur að hreyfa sig því hann var á meðal leikmanna í ellefu manna heimsliði sem mætti ellefu manna ensku liði í árlegum góðgerðarleik Soccer Aid.

Bolt var fyrirliði heimsliðsins, sem meðal annars innihélt Didier Drogba, og skoraði mjög gott mark þegar hann komst framhjá fyrrum varnarjaxlinum Jamie Carragher í fyrri hálfleik.

England var yfir 2-1 þegar langt var liðið á leikinn eftir mörk frá Jeremy Lynch en sjónvarpsstjarnan Kem Cetinay jafnaði leikinn.

Þá var blásið til vítaspyrnukeppni þar sem Bolt og félagar í heimsliðinu fóru með sigur.


 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.