Fótbolti

Bolt skoraði í góðgerðarleik

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jamie Carragher og Usain Bolt í leiknum
Jamie Carragher og Usain Bolt í leiknum vísir/getty
Usain Bolt var á meðal markaskorara í sigri heimsliðsins á Englandi í góðgerðarleik UNICEF í gær.

Spretthlauparinn Bolt reyndi að gerast atvinnumaður í fótbolta eftir að hann hætti í frjálsum íþróttum árið 2017 en í byrjun árs 2019 lagði hann íþróttaferilinn á hilluna.

Hann er þó ekki hættur að hreyfa sig því hann var á meðal leikmanna í ellefu manna heimsliði sem mætti ellefu manna ensku liði í árlegum góðgerðarleik Soccer Aid.

Bolt var fyrirliði heimsliðsins, sem meðal annars innihélt Didier Drogba, og skoraði mjög gott mark þegar hann komst framhjá fyrrum varnarjaxlinum Jamie Carragher í fyrri hálfleik.

England var yfir 2-1 þegar langt var liðið á leikinn eftir mörk frá Jeremy Lynch en sjónvarpsstjarnan Kem Cetinay jafnaði leikinn.

Þá var blásið til vítaspyrnukeppni þar sem Bolt og félagar í heimsliðinu fóru með sigur.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×