Fótbolti

Andri Rúnar til Kaiserslautern

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andri Rúnar er einn þeirra fimm sem deila markametinu í efstu deild á Íslandi.
Andri Rúnar er einn þeirra fimm sem deila markametinu í efstu deild á Íslandi. vísir/stefán

Andri Rúnar Bjarnason er genginn í raðir þýska C-deildarliðsins Kaiserslautern frá sænska úrvalsdeildarliðinu Helsingborg.


Kaiserslautern endaði í 9. sæti C-deildarinnar á síðasta tímabili en síðustu ár hafa ekki verið gjöful fyrir þetta fornfræga félag.

Eftir að hafa jafnað markametið í efstu deild á Íslandi sumarið 2017 fór Andri til Helsingborg sem var þá í sænsku B-deildinni.

Helsingborg vann B-deildina í fyrra og Andri var markakóngur hennar með 16 mörk.

Andri skoraði þrjú mörk í átta leikjum með Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Liðið er í 14. sæti eftir tólf umferðir.

Öll mörk Andra fyrir Helsingborg má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.