Fótbolti

Andri Rúnar til Kaiserslautern

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andri Rúnar er einn þeirra fimm sem deila markametinu í efstu deild á Íslandi.
Andri Rúnar er einn þeirra fimm sem deila markametinu í efstu deild á Íslandi. vísir/stefán
Andri Rúnar Bjarnason er genginn í raðir þýska C-deildarliðsins Kaiserslautern frá sænska úrvalsdeildarliðinu Helsingborg.



Kaiserslautern endaði í 9. sæti C-deildarinnar á síðasta tímabili en síðustu ár hafa ekki verið gjöful fyrir þetta fornfræga félag.

Eftir að hafa jafnað markametið í efstu deild á Íslandi sumarið 2017 fór Andri til Helsingborg sem var þá í sænsku B-deildinni.

Helsingborg vann B-deildina í fyrra og Andri var markakóngur hennar með 16 mörk.

Andri skoraði þrjú mörk í átta leikjum með Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Liðið er í 14. sæti eftir tólf umferðir.

Öll mörk Andra fyrir Helsingborg má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×