Fótbolti

Atlético Madrid virðist hafa unnið kapphlaupið um Joao Félix

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Joao Félix með Þjóðadeildabikarinn.
Joao Félix með Þjóðadeildabikarinn. vísir/getty

Atlético Madrid virðist hafa unnið kapphlaupið um portúgalska ungstirnið Joao Félix.

Fjölmiðlar á Spáni og í Portúgal greina frá því að Atlético muni greiða riftunarverð í samningi Félix við Benfica sem ku vera 107 milljónir punda.

Félix er ætlað að fylla skarð Antoines Griezmann hjá Atlético en Frakkinn er væntanlega á förum til Spánarmeistara Barcelona.

Félix sló í gegn með Benfica á síðasta tímabili og skoraði 20 mörk í öllum keppnum. Fimmtán þeirra komu í portúgölsku úrvalsdeildinni sem Benfica vann.

Hinn 19 ára Félix lék sinn fyrsta landsleik fyrir Portúgal í sigrinum á Sviss, 3-1, í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar fyrr í þessum mánuði. Portúgal vann svo Holland, 1-0, í úrslitaleik Þjóðadeildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.