Fyrsta mark Bólivíu í fimm mánuði dugði ekki til

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Landsliðsmenn Bólivíu höfðu ekki náð að skora fyrir land sitt síðan í mars
Landsliðsmenn Bólivíu höfðu ekki náð að skora fyrir land sitt síðan í mars vísir/getty
Perú kom til baka eftir að hafa lent undir gegn Bólivíu og vann 3-1 sigur í A-riðli Suður-Ameríkukeppninnar í gærkvöld.

Bólivía, sem hefur ekki unnið Suður-Ameríkukeppnina síðan 1963, hafði ekki skorað mark í fimm leikjum en þeir áttu frumkvæðið gegn Perú. Marcelo Moreno skoraði eftir vítaspyrnu sem myndbandsdómgæslan dæmdi þeim.

Á síðustu mínútu fyrri hálfleiks jafnaði Paolo Guerrero metin fyrir Peru. Guerrero var aftur á ferðinni í seinni hálfleik þegar hann lagði upp mark Jefferson Farfan.

Perú var mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik en markmaður Bólivíu Carlos Lampe hélt þeim inn í leiknum. Í uppbótartíma seinni hálfleiks skoraði Edison Flores hins vegar þriðja markið, 3-1 sigur Perú.

Perú er nú með fjögur stig í A-riðli fyrir lokaumferð riðlakeppninnar, líkt og Brasilía, en liðin mætast í lokaumferðinni.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira