Erlent

Fyrrverandi Brexitmálaráðherra heltist úr lestinni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Dominic Raab, fyrrverandi Brexitmálaráðherra.
Dominic Raab, fyrrverandi Brexitmálaráðherra. vísir/getty
Dominic Raab, fyrrverandi Brexitmálaráðherra, heltist úr lestinni í atkvæðagreiðslu þingmanna Íhaldsflokksins um nýtt leiðtogaefni í dag.

Fimm berjast nú um titilinn en Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna og utanríkisráðherra Bretlands, fékk flest atkvæði í þessari umferð kosninganna, eða 126. Hann var einnig efstur í fyrri umferð en þá með 114 atkvæði.

Frambjóðendur þurftu að minnsta kosti 33 atkvæði til að komast áfram í leiðtogavalinu í dag en Raab hlaut aðeins 30 atkvæði. Jeremy Hunt, Michael Gove, Sajid Javid og Rory Stewart, auk áðurnefnds Johnsons, hlutu allir viðeigandi fjölda atkvæða.

Leiðtogaefnin fimm mættu svo til kappræðna að lokinni atkvæðagreiðslunni sem sýndar voru í beinni útsendingu á BBC.

Kosning heldur áfram þar til tveir frambjóðendur standa eftir en á morgun fer fram næsta umferð þar sem einn frambjóðandi til viðbótar hverfur á braut. Theresa May stígur úr stóli formanns þann 22. júlí og nýr formaður tekur við.


Tengdar fréttir

Sækist ekki eftir samningslausri útgöngu Breta

Þótt Boris Johnson ætli ekki að sækjast sérstaklega eftir því að Bretar gangi út úr Evrópusambandinu án samnings þegar þar að kemur er nauðsynlegt að halda þeim möguleika opnum.

Sigurinn ekki unninn hjá Johnson

Rúmlega þriðjungur þingmanna Íhaldsflokksins greiddi atkvæði með Boris Johnson í fyrstu umferð leiðtogakjörs flokksins í gær. Fékk meira en tvöfaldan atkvæðafjölda næstefsta manns. Einu konurnar duttu úr leik. Johnson getur þó ekki fagnað sigri strax.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×