Fótbolti

Kristófer til Frakklands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristófer í leik með Willem II á síðustu leiktíð.
Kristófer í leik með Willem II á síðustu leiktíð. vísir/getty

Unglingalandsliðsmaðurinn Kristófer Ingi Kristinsson hefur skrifað undir samning við franska B-deildarfélagið Grenoble.

Kristófer hefur undanfarin ár verið á mála hjá Willem II en framherjinn er uppalinn í Garðabænum. Hann kom til Willem 2016, þá sautján ára gamall.

Hann braust í gegnum varalið Willem og spilaði með aðalliðinu á síðustu leiktíð en hann skoraði eitt mark í ellefu leikjum í hollensku úrvalsdeildinni.

Um miðbik úrvalsdeildarinnar var hann svo settur í kælingu þar sem hann og félagið komust ekki að nýjum samning. Hann spilaði því með varaliðinu út leiktíðina.

Samningur hans rann svo út í sumar en nú hefur hann samið við Grenoble í Frakklandi. Á síðustu leiktíð endaði liðið í níunda sæti deildarinnar.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.