Fótbolti

Kristófer til Frakklands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristófer í leik með Willem II á síðustu leiktíð.
Kristófer í leik með Willem II á síðustu leiktíð. vísir/getty
Unglingalandsliðsmaðurinn Kristófer Ingi Kristinsson hefur skrifað undir samning við franska B-deildarfélagið Grenoble.

Kristófer hefur undanfarin ár verið á mála hjá Willem II en framherjinn er uppalinn í Garðabænum. Hann kom til Willem 2016, þá sautján ára gamall.







Hann braust í gegnum varalið Willem og spilaði með aðalliðinu á síðustu leiktíð en hann skoraði eitt mark í ellefu leikjum í hollensku úrvalsdeildinni.

Um miðbik úrvalsdeildarinnar var hann svo settur í kælingu þar sem hann og félagið komust ekki að nýjum samning. Hann spilaði því með varaliðinu út leiktíðina.

Samningur hans rann svo út í sumar en nú hefur hann samið við Grenoble í Frakklandi. Á síðustu leiktíð endaði liðið í níunda sæti deildarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×