Bíó og sjónvarp

Kona fer í stríð toppar listana

Ingunn Lára Kristjánsdóttir skrifar
Hall­dóra Geir­­harðsdótt­ir fór með aðal­hlut­verkið í kvikmyndinni.
Hall­dóra Geir­­harðsdótt­ir fór með aðal­hlut­verkið í kvikmyndinni. Gulldrengurinn

Íslenska kvikmyndin Kona fer í stríð er að slá í gegn um allan heim. Kvikmyndin er ofarlega á topp 10 lista á vefsíðunni Rotten Tomatoes þar sem hún er með 97 prósent í einkunn og einnig á topp 15 lista hjá hinu virta tímariti Variety.

Kvikmyndafréttavefurinn Screen Rant tók saman listann og er þar skrifað um kvikmyndina: „Kona fer í stríð er mynd sem passar fullkomlega inn í okkar tíma.“

Kvikmyndin hlaut Kvik­mynda­verðlaun Norður­landaráðs í fyrra og var jafnframt framlag Íslands til bandarísku Óskarsverðlaunanna í ár. Bandaríska leikkonan Jodie Foster hefur lýst því yfir að hún hyggist leikstýra bandarískri endurgerð af myndinni og fara sjálf með aðalhlutverkið.

Bene­dikt Erlingsson leikstýrði Konu fer í stríð og Hall­dóra Geir­­harðsdótt­ir fór með aðal­hlut­verkið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.