Bíó og sjónvarp

„Ég get ekki beðið eftir að leika Höllu“

Birgir Olgeirsson skrifar
Jodie Foster hefur tvívegis fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik.
Jodie Foster hefur tvívegis fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik. Vísir/Getty
Bandaríska kvikmyndagerðarkonan Jodie Foster mun leikstýra og fara með aðahlutverkið í bandarískri endurgerð myndarinnar Kona fer í stríð. Greint er frá þessu á vef Deadline en Kona fer í stríð er mynd leikstjórans Benedikts Erlingssonar þar sem Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið.Myndin verður framlag Íslendinga til Óskarsverðlauna árið 2019.Foster mun bregða sér í hlutverk tónlistarkennarans Höllu sem aðgerðasinni í þágu náttúruverndar og hefur horn í síðu álfyrirtækja sem skaða að hennar mati óspillt hálendi Íslands.

Klippa: Kona fer í stríð - sýnishorn

Skortir orð til að lýsa hrifningu

Foster segir myndina hafa heillað sig svo mikið að hana skorti orð til að lýsa hrifningu sinni. Hún segir söguna eiga erindi í dag, hún sé falleg og áhrifarík. Hún segir Höllu vera verndara plánetunnar, hún sé sterk kona sem sé tilbúin að fórna öllu til að breyta rétt.Kona fer í stríð var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes síðastliðið sumar en hún hefur einnig verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Haifa, Hamborg og Melbourne. Myndin hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs í október síðastliðnum.Foster segir endurgerðina eiga að gerast í Bandaríkjunum en gaf ekki upp hvenær hún fer í tökur eða hvenær hún á að koma út.„Ég get ekki beðið eftir að leika Höllu,“ er haft eftir Jodie Foster á vef Deadline. „Það er heiður á að fá að taka við taumi hins hæfileikaríka leikstjóra Benedikts Erlingssonar,“ bætir hún við.

Enginn betri en Jodie til að leika Höllu

Benedikt Erlingsson segir í færslu á Facebook að það sé enginn betur til þess fallinn en Jodie Foster að leika fjallkonuna Höllu. Foster hefur tvívegis hlotið Óskarsverðlaun fyrir leik, en það var fyrir myndirnar The Accused og Silence of the Lambs.„Ég get tekið hattinn ofan fyrir öllu því sem hún hefur staðið fyrir. Hún er baráttukona og um leið ikon. Og við í föruneyti Konunnar sem fór í stríð erum blessuð af þessar samfylgd. Og ferðin er ekki á enda runnin,“ segir Benedikt.Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Kona fer í stríð verðlaunuð af Evrópuþinginu

Benedikt Erlingsson leikstjóri hlaut í dag LUX kvikmyndaverðlaun Evrópuþingsins við hátíðlega athöfn í Evrópuþinginu í Strassborg fyrir kvikmynd sína, Kona fer í stríð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.