Lífið

Tvær nýjar þáttaraðir af Queer Eye á leiðinni

Sylvía Hall skrifar
Það eru margir sem fagna því að sjá þessa fimm snúa aftur á skjáinn.
Það eru margir sem fagna því að sjá þessa fimm snúa aftur á skjáinn. Vísir/Getty

Netflix hefur staðfest að í það minnsta tvær þáttaraðir af hinum geysivinsælu Queer Eye verði að veruleika. Næsta þáttaröð verður frumsýnd þann 19. júlí á streymisveitunni.

Næsta þáttaröð verður sú fjórða í núverandi mynd og munu hinir fimm fræknu aðstoða fólk í Kansas-borg líkt og í síðustu þáttaröð. Æstir aðdáendur munu því aðeins þurfa að bíða í mánuð eftir nýjum þáttum en síðasta þáttaröð kom út í mars síðastliðnum.
Þá staðfesti Netflix um leið að framleiðsla á næstu þáttaröð mun hefjast í næstu viku og færa fimmmenningarnir sig um set og ferðast til Philadelphiu. Mun sú þáttaröð vera frumsýnd árið 2020 og eru allir fimm búnir að samþykkja að vera í næstu þáttaröð.

Þættirnir hafa vægast sagt slegið í gegn á Netflix og unnu þeir meðal annars tvö Emmy-verðlaun á síðasta ári. Þættirnir eru endurgerð af hinum vinsælu Queer Eye for the Straight Guy sem slógu í gegn árið 2003 og voru sýndir til ársins 2007.  


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.