Lífið

Fyrsta stikla fyrir þriðju seríu Queer Eye lofar góðu

Sylvía Hall skrifar
Strákarnir njóta mikilla vinsælda.
Strákarnir njóta mikilla vinsælda. Vísir/Getty

Hinir geysivinsælu Queer Eye snúa aftur á Netflix þann 15. mars næstkomandi og bíða eflaust margir með eftirvæntingu að sjá þá Antoni, Bobby, Jonathan, Karomo og Tan snúa aftur.

Fyrri þáttaraðir hafa vægast sagt slegið í gegn á Netflix eftir að þættirnir endurvaktir af Netflix á síðasta ári, fimmtán árum eftir að upphaflegu þættirnir voru sýndir. Þá unnu þættirnir þrjú Emmy-verðlaun á síðasta ári.

Í nýrri stiklu fyrir næstu þáttaröð má sjá að strákarnir heimsækja í fyrsta sinn samkynhneigða konu og hjálpa henni að byggja upp sjálfstraust sitt. Þá mun tvíeyki í fyrsta sinn fá yfirhalningu frá hópnum.

Hér að neðan má sjá stikluna.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.