Segist hafa orðið fyrir aðkasti vegna kynvitundar sinnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. júní 2019 14:34 Jonathan Van Ness segist alltaf hafa upplifað sig utan tvíhyggju kynjakerfisins, hann hafi aftur á móti ekki þekkt hugtökin fyrr en nú. Vísir/getty Jonathan Van Ness, sem er einn af fimm umsjónarmönnum raunveruleikaþáttarins Queer Eye for the Straight Guy, skilgreinir sjálfan sig utan tvíhyggju kynjakerfisins. Jonathan segist hafa upplifað mikla skömm fyrir kynvitund sína í æsku. „Eftir því sem ég verð eldri því sannfærðari er ég um að ég sé kynsegin. Ég upplifi mig utan tvíhyggju kynjakerfisins. Suma daga líður mér meira eins og karlmanni en aðra eins og konu. Ég held að orkan mín sé bara út um allt,“ sagði Jonathan sem bætti við: „Ég stekk á öll tækifæri sem ég fæ til að mölva staðalímyndir tvíhyggjunnar. Ég er alltaf til í það. Kyn er, að mér finnst, oft notað til þess að aðgreina og sundra. Þetta eru félagslegir kassar sem mér finnst ég bara ekki passa inn í,“ sagði Jonathan. Jonathan rifjar upp barnæsku sína og minnist þess að hafa oft naglalakkað sig, gengið í háum hælum og notað hálsklúta en þó oftast á laun því hann varð alltaf fyrir aðkasti. „Ég var mjög meðvitaður um að ég mætti bara leika mér með þessa hluti fyrir sólarupprás, niður í kjallara og ég mætti alls ekki ganga í þessum fötum í skólanum. Ég lék mér bara með þessa hluti bak við luktar dyr,“ útskýrði Jonathan.Netflix þættirnir Queer Eye for the Straight guy hafa notið mikilla vinsælda.Vísir/gettyÞegar Jonathan var spurður hvort hann hefði „uppgötvað“ kvenlegu hliðar sínar seint á lífsleiðinni sagði hann að það væri af og frá. Hann hefði alltaf upplifað sig utan tvíhyggju kynjakerfisins en hafði bara ekki haft hugtökin til að útskýra kynvitund sína. „Ég vissi bara ekki hvaða nafni þetta kallaðist. Ég hef klæðst háum hælum, málað mig og gengið í pilsi í þó nokkurn tíma, elskan. Ég vissi bara ekki hvað það þýddi, að það væri til hugtak yfir það.“ Jonathan er sem fyrr segir einn af fimm umsjónarmönnum raunveruleikaþáttanna vinsælu sem eru sýndir á Netflix-streymisveitunni. Teymið, sem kallar sig gjarnan „fimm fræknu“, hjálpar fólki að takast á við lífið og reynir að efla sjálftstraust þeirra. Antoni Porowski, Tan France, Karamo Brown og Bobby Berk vinna með Jonathan. Hinsegin Hollywood Tengdar fréttir Fyrsta stikla fyrir þriðju seríu Queer Eye lofar góðu Hinir geysivinsælu Queer Eye snúa aftur á Netflix þann 15. mars næstkomandi. 4. mars 2019 20:46 Innlit á heimili Bobby Berk úr Queer Eye Í þáttunum vinsælu Queer Eye er fylgst með þeim Antoni, Bobby, Jonathan, Karomo og Tan sem aðstoða fólk að breyta lífstíl sínum og fær fólkið nýinnréttað heimili og glænýjan fataskáp. 16. apríl 2019 12:30 Mennirnir á bakvið Queer Eye svara vinsælustu spurningunum um sig Þeir Jonathan Van Ness, Karamo Brown, Antoni Porowski, Tan France, og Bobby Berk mynda Fab 5 hópinn í þáttunum Queer Eye. 8. apríl 2019 12:30 Guillermo fær yfirhalningu hjá mönnunum á bakvið Queer Eye Hinir geysivinsælu Queer Eye sneru aftur á Netflix þann 15. mars en þættirnir eru mjög vinsælir. 20. mars 2019 10:30 Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Jonathan Van Ness, sem er einn af fimm umsjónarmönnum raunveruleikaþáttarins Queer Eye for the Straight Guy, skilgreinir sjálfan sig utan tvíhyggju kynjakerfisins. Jonathan segist hafa upplifað mikla skömm fyrir kynvitund sína í æsku. „Eftir því sem ég verð eldri því sannfærðari er ég um að ég sé kynsegin. Ég upplifi mig utan tvíhyggju kynjakerfisins. Suma daga líður mér meira eins og karlmanni en aðra eins og konu. Ég held að orkan mín sé bara út um allt,“ sagði Jonathan sem bætti við: „Ég stekk á öll tækifæri sem ég fæ til að mölva staðalímyndir tvíhyggjunnar. Ég er alltaf til í það. Kyn er, að mér finnst, oft notað til þess að aðgreina og sundra. Þetta eru félagslegir kassar sem mér finnst ég bara ekki passa inn í,“ sagði Jonathan. Jonathan rifjar upp barnæsku sína og minnist þess að hafa oft naglalakkað sig, gengið í háum hælum og notað hálsklúta en þó oftast á laun því hann varð alltaf fyrir aðkasti. „Ég var mjög meðvitaður um að ég mætti bara leika mér með þessa hluti fyrir sólarupprás, niður í kjallara og ég mætti alls ekki ganga í þessum fötum í skólanum. Ég lék mér bara með þessa hluti bak við luktar dyr,“ útskýrði Jonathan.Netflix þættirnir Queer Eye for the Straight guy hafa notið mikilla vinsælda.Vísir/gettyÞegar Jonathan var spurður hvort hann hefði „uppgötvað“ kvenlegu hliðar sínar seint á lífsleiðinni sagði hann að það væri af og frá. Hann hefði alltaf upplifað sig utan tvíhyggju kynjakerfisins en hafði bara ekki haft hugtökin til að útskýra kynvitund sína. „Ég vissi bara ekki hvaða nafni þetta kallaðist. Ég hef klæðst háum hælum, málað mig og gengið í pilsi í þó nokkurn tíma, elskan. Ég vissi bara ekki hvað það þýddi, að það væri til hugtak yfir það.“ Jonathan er sem fyrr segir einn af fimm umsjónarmönnum raunveruleikaþáttanna vinsælu sem eru sýndir á Netflix-streymisveitunni. Teymið, sem kallar sig gjarnan „fimm fræknu“, hjálpar fólki að takast á við lífið og reynir að efla sjálftstraust þeirra. Antoni Porowski, Tan France, Karamo Brown og Bobby Berk vinna með Jonathan.
Hinsegin Hollywood Tengdar fréttir Fyrsta stikla fyrir þriðju seríu Queer Eye lofar góðu Hinir geysivinsælu Queer Eye snúa aftur á Netflix þann 15. mars næstkomandi. 4. mars 2019 20:46 Innlit á heimili Bobby Berk úr Queer Eye Í þáttunum vinsælu Queer Eye er fylgst með þeim Antoni, Bobby, Jonathan, Karomo og Tan sem aðstoða fólk að breyta lífstíl sínum og fær fólkið nýinnréttað heimili og glænýjan fataskáp. 16. apríl 2019 12:30 Mennirnir á bakvið Queer Eye svara vinsælustu spurningunum um sig Þeir Jonathan Van Ness, Karamo Brown, Antoni Porowski, Tan France, og Bobby Berk mynda Fab 5 hópinn í þáttunum Queer Eye. 8. apríl 2019 12:30 Guillermo fær yfirhalningu hjá mönnunum á bakvið Queer Eye Hinir geysivinsælu Queer Eye sneru aftur á Netflix þann 15. mars en þættirnir eru mjög vinsælir. 20. mars 2019 10:30 Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Fyrsta stikla fyrir þriðju seríu Queer Eye lofar góðu Hinir geysivinsælu Queer Eye snúa aftur á Netflix þann 15. mars næstkomandi. 4. mars 2019 20:46
Innlit á heimili Bobby Berk úr Queer Eye Í þáttunum vinsælu Queer Eye er fylgst með þeim Antoni, Bobby, Jonathan, Karomo og Tan sem aðstoða fólk að breyta lífstíl sínum og fær fólkið nýinnréttað heimili og glænýjan fataskáp. 16. apríl 2019 12:30
Mennirnir á bakvið Queer Eye svara vinsælustu spurningunum um sig Þeir Jonathan Van Ness, Karamo Brown, Antoni Porowski, Tan France, og Bobby Berk mynda Fab 5 hópinn í þáttunum Queer Eye. 8. apríl 2019 12:30
Guillermo fær yfirhalningu hjá mönnunum á bakvið Queer Eye Hinir geysivinsælu Queer Eye sneru aftur á Netflix þann 15. mars en þættirnir eru mjög vinsælir. 20. mars 2019 10:30
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“