Borgarstjóri London líkir Trump við fasista 20. aldarinnar Andri Eysteinsson skrifar 1. júní 2019 23:05 Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, er ekki á meðal aðdáenda Bandaríkjaforseta. Samsett/Getty Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, segir í grein sinni sem birtist í tímaritinu Observer í dag að orðræða Bandaríkjaforseta, Donald Trump, sé sú sama og fasistar 20. aldarinnar notuðu á þeim tíma. Grein borgarstjórans er rituð í tilefni af opinberri heimsókn Trump til Bretlands sem hefst á mánudag.Boðað hefur verið til fjölda mótmæla enda er Trump óvinsæll meðal almennings í Bretlandi. Khan fordæmdi í grein sinni meðferðina sem búist er við að Trump, ásamt eiginkonu sinni Melaniu, fái við komuna til Englands, á sama tíma og veru hans í landinu er mótmælt víða. „Trump, Bandaríkjaforseti, er eitt af svívirðilegri dæmunum um stigvaxandi ógn á alheimskvarða. Öfgahægrið rís upp um allan heim og ógnar réttindum sem við höfum lengi barist fyrir, ógnar frelsi okkar ásamt þeim gildum sem við höfum tileinkað okkur í frjálslyndum lýðræðissamfélögum síðustu 70 ára,“ sagði Khan í grein sinni. „Viktor Orbán í Ungverjalandi, Matteo Salvini á Ítalíu, Marine Le Pen í Frakklandi og Nigel Farage hér í Bretlandi nota sömu sundrungar orðræðuna og fasistar 20. Aldar notuðu til að afla sér stuðnings á árum áður, en þau beita nýjum illkvittnum leiðum til þess að koma boðskap sínum á framfæri,“ bætti borgarstjórinn við og varaði við því að flokkar fólksins sem hann nefndi væru að komast til valda á stöðum þar sem enginn hefði búist við þeim fyrir örfáum árum. Khan sem hefur verið illa við Trump frá embættistöku hans árið 2016, sagði að Trump væri maður sem gert hefði tilraun til þess að notfæra sér hræðslu Lundúnabúa í kjölfar hryðjuverkaárása, deilt skoðunum hóps sem þekktur væri fyrir kynþáttahatur, virt fréttir og greinar sem færðu sönnur á loftslagsbreytingar að vettugi og væri nú að reyna að hafa áhrif á leiðtogakjör Íhaldsflokksins til þess að reyna að tryggja sér viljugan samstarfsmann í Downingstræti. Khan er ekki einu Lundúnabúinn sem hugsar illa til Donald Trump, Bandaríkjaforseta, en talið er að um 250.000 manns muni mótmæla í miðborg Lundúna þegar forsetinn hittir Theresu May í Downingstræti 10 næsta mánudag. Bandaríkin Bretland Donald Trump Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, segir í grein sinni sem birtist í tímaritinu Observer í dag að orðræða Bandaríkjaforseta, Donald Trump, sé sú sama og fasistar 20. aldarinnar notuðu á þeim tíma. Grein borgarstjórans er rituð í tilefni af opinberri heimsókn Trump til Bretlands sem hefst á mánudag.Boðað hefur verið til fjölda mótmæla enda er Trump óvinsæll meðal almennings í Bretlandi. Khan fordæmdi í grein sinni meðferðina sem búist er við að Trump, ásamt eiginkonu sinni Melaniu, fái við komuna til Englands, á sama tíma og veru hans í landinu er mótmælt víða. „Trump, Bandaríkjaforseti, er eitt af svívirðilegri dæmunum um stigvaxandi ógn á alheimskvarða. Öfgahægrið rís upp um allan heim og ógnar réttindum sem við höfum lengi barist fyrir, ógnar frelsi okkar ásamt þeim gildum sem við höfum tileinkað okkur í frjálslyndum lýðræðissamfélögum síðustu 70 ára,“ sagði Khan í grein sinni. „Viktor Orbán í Ungverjalandi, Matteo Salvini á Ítalíu, Marine Le Pen í Frakklandi og Nigel Farage hér í Bretlandi nota sömu sundrungar orðræðuna og fasistar 20. Aldar notuðu til að afla sér stuðnings á árum áður, en þau beita nýjum illkvittnum leiðum til þess að koma boðskap sínum á framfæri,“ bætti borgarstjórinn við og varaði við því að flokkar fólksins sem hann nefndi væru að komast til valda á stöðum þar sem enginn hefði búist við þeim fyrir örfáum árum. Khan sem hefur verið illa við Trump frá embættistöku hans árið 2016, sagði að Trump væri maður sem gert hefði tilraun til þess að notfæra sér hræðslu Lundúnabúa í kjölfar hryðjuverkaárása, deilt skoðunum hóps sem þekktur væri fyrir kynþáttahatur, virt fréttir og greinar sem færðu sönnur á loftslagsbreytingar að vettugi og væri nú að reyna að hafa áhrif á leiðtogakjör Íhaldsflokksins til þess að reyna að tryggja sér viljugan samstarfsmann í Downingstræti. Khan er ekki einu Lundúnabúinn sem hugsar illa til Donald Trump, Bandaríkjaforseta, en talið er að um 250.000 manns muni mótmæla í miðborg Lundúna þegar forsetinn hittir Theresu May í Downingstræti 10 næsta mánudag.
Bandaríkin Bretland Donald Trump Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira