Enski boltinn

Upphafið að nýrri valdatíð Liverpool?

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Er Jurgen Klopp búinn að endurræsa stórveldistíma Liverpool?
Er Jurgen Klopp búinn að endurræsa stórveldistíma Liverpool? vísir/getty
Liverpool varð Evrópumeistari í sjötta sinn í sögu félagsins í gærkvöld þegar lærisveinar Jurgen Klopp höfðu betur gegn Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Madríd.

Þetta var fyrsti titill Klopp hjá Liverpool eftir tæp fjögur ár í starfi en gæti verið upphafið að mörgum titlum á komandi árum að mati pistlahöfunds Sky Sports, Adam Bate.

Úrslitaleikurinn í gær mun líklega ekki rata í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi en sigurinn var gríðarlega mikilvægur liði Liverpool sem hafði boðið upp á frábærar frammistöður án þess að þær skiluðu verðlaunagripum.

Þessi úrslitaleikur var lokapunkturinn á þriggja og hálfs árs vegferð undir stjórn Klopp. Klopp er maður sem hugsar fram á við. Hann lifir sig inn í sögu og menningu félaganna sem hann þjálfar og hugsar til framtíðar.

Hann eyddi sjö árum hjá Mainz og sjö árum hjá Dortmund. Hann er því bara hálfnaður hjá Liverpool ef hann ætlar að eyða sjö árum þar. Hversu lengi mun hann halda áfram og hvað munn hann afreka?

Þetta Liverpoollið er það yngsta af topp sex liðunum á Englandi og elsti leikmaðurinn í úrslitaleiknum í gær var Jordan Henderson sem er 28 ára. Er valdatíð Liverpool að hefjast á ný?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×