Fótbolti

Segja að 750 þúsund manns hafi mætt í skrúðgöngu Liverpool | Myndir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þessi eyrnastóri bikar var dálæti allra.
Þessi eyrnastóri bikar var dálæti allra. vísir/getty
Það var enginn skortur á gleði í Liverpool-borg í gær er Evrópumeistarar Liverpool keyrðu í gegnum borgina á opnum vagni. Stemningin var engu lík.

Lögregluyfirvöld skjóta á að um 750 þúsund manns hafi fagnað liðinu en það var fólk gjörsamlega alls staðar að fagna liðinu.

Liverpool varð Evrópumeistari í sjötta sinn á laugardag er liðið skellti Tottenham, 2-0, í úrslitaleiknum.

Stuðningsmenn Liverpool áttu líka Madridarborg en líklega um 50 þúsund stuðningsmenn félagsins skemmtu sér í miðbæ Madridar alla helgina.

Hér að neðan má sjá myndir frá gleðinni í gær.

Rauða hafið var alls staðar.vísir/getty
Leikmenn Liverpool máttu svo sannarlega fagna glæstum árangri.vísir/getty
Þessi var góður.vísir/getty
Rútan fór ekki hratt yfir í þessu mannhafi.vísir/getty
Gleðin var alls staðar í borginni.vísir/getty
Klopp fór á kostum.vísir/getty
Það var fólk gjörsamlega alls staðar.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×