Enski boltinn

Ummæli Salah eftir úrslitaleikinn vöktu athygli Real Madrid

Anton Ingi Leifsson skrifar
Salah lyftir bikarnum.
Salah lyftir bikarnum. vísir/getty
Mohamed Salah, framherji Liverpool, neitaði að ræða framtíð sína eftir sigur Liverpool í Meistaradeildinni á laugardagskvöldið. Þau ummæli vöktu athygli Real Madrid, að mati spænska miðilsins AS.

Salah skoraði eitt mark í sigri Liverpool á Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og lék því lykilhlutverk er Liverpool tryggði sér gullið með 2-0 sigri.







Eftir sigurinn var Egyptinn tekinn í viðtal og spurður út í framtíð sína þá neitaði hann einfaldlega að ræða hana. Hann hefði ekki áhuga á að ræða það á þessu augnabliki.

Þessi ummæli ku hafa vakið athygli Real Madrid sem hafa verið orðaðir mikið við Salah að undanförnu. Ljóst er að spænski risinn þarf að punga út háum fjárhæðum því núverandi samningur Salah við Liverpool rennur út 2023.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×