Fótbolti

Kári: Út í hött að það sé ekki uppselt á leikina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kári í Dalnum í dag.
Kári í Dalnum í dag.
Það hefur vakið athygli að ekki sé orðið uppselt á komandi leiki íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Enn eru lausir miðar á báða leikina sem eru gegn Albaníu og Tyrklandi.

Það er af sem áður var því ekki var langt síðan slegist var um hvern einasta miða á leiki liðsins. Það hefur komið smá dýfa og áhuginn fljótur að dvína á liðinu ef mið er tekið af miðasölunni.

Miðvörðurinn Kári Árnason er engan veginn ánægður með að það skuli ekki þegar vera orðið uppselt.

„Mér finnst það mjög sérkennilegt. Bara fá orð um það. Mér finnst það eiginlega út í hött.“

Fyrir áhugasama þá má kaupa miða á leikinn um helgina hér.



Klippa: Kári um miðasöluna á landsleikina

Tengdar fréttir

Hannes: Ekki venjan að gefa út hver sé númer eitt

Erik Hamrén landsliðsþjálfari gaf það út fyrir síðustu verkefni landsliðsins að Hannes Þór Halldórsson væri markvörður númer eitt hjá landsliðinu en vildi ekki gera það fyrir komandi verkefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×