Fótbolti

Fyrrum forseti UEFA látinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Johansson er hér á leik með AIK en hann mætti á leiki félagsins eins oft og hann gat.
Johansson er hér á leik með AIK en hann mætti á leiki félagsins eins oft og hann gat. vísir/getty
Svíinn Lennart Johansson, fyrrum forseti UEFA, lést í morgun 89 ára að aldri. Johansson hafði verið að glíma við veikindi og lést í svefni.

Johansson lét mikið að sér kveða í knattspyrnuheiminum. Hann var harður stuðningsmaður AIK og var stjórnarformaður þar frá 1967 til 1980. Hann var heiðursstjórnarformaður félagsins er hann lést.

Hann var svo formaður sænska knattspyrnusambandsins frá 1985 til 1990. Hann tók við sem forseti UEFA árið 1990 og stýrði sambandinu til ársins 2007. Hann var einnig varaforseti FIFA á þessum árum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×