Enski boltinn

Segir að Liverpool og Klopp sé hin fullkomna blanda

Anton Ingi Leifsson skrifar
Glaður Klopp eftir sigurinn.
Glaður Klopp eftir sigurinn. vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, heldur áfram að fá mikið lof úr öllum áttum eftir að hafa unnið Meistardeildina með Liverpool á laugardagskvöldið.

Nú hefur Jurgen Klinsmann, fyrrum þjálfari Bandaríkjanna meðal annars, stigið fram og segir að Liverpool og Klopp fullkomin blanda.

„Hann er bara persóna sem þú vilt að gangi vel. Hann setur svo mikla orku í þetta, svo mikla vinnu á öllum hliðum fótboltans,“ sagði Klinsmann í samtali við Mirror.

„Hvernig hann vann fólkið á sitt band í Liverpool og hvernig hann varð bara einn af þeim, þá hann á skilið úrslitin og hann náði í þennan sérstaka titil.“

„Klopp hentar Liverpool fullkomlega því hann er svo auðmjúkur inn við beinið,“ sagði samlandi Klopp og bætti við að lokum að sá þýski muni aldrei hvíla sig.

„Hann er vinnualki. Hann mun aldrei hvíla sig. Þegar hann vann Meistaradeildina þá hugsaði hann deginum eftir: hvernig vinn ég hana aftur á næsta ári?“ sagði Klinsmann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×