Keypti sér ítrekað flugmiða til að stela hátt í þrjú hundruð tóbakskartonum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. júní 2019 15:45 Langflestir sem flytja eiturlyf gegnum Leifsstöð eru útlendingar. Fréttablaðið/Eyþór Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt litáískan karlmann í átta mánaða fangelsi fyrir stórfelldan þjófnað. Maðurinn, í félagi við þrjá aðra, stal alls 265 kartonum af tóbaki úr Fríhafnarverslun á Keflavíkurflugvelli yfir rúmlega hálfs árs tímabil. Aðferðin var yfirleitt sú sama en maðurinn keypti sér flugmiða, innritaði sig í flug, fór í verslanir Fríhafnarinnar, þar sem hann tóku muni ófrjálsri hendi, en yfirgaf flugstöðina án þess að nýta sér þær ferðir sem hann hafði keypt miða í. Alls fór maðurinn í sextán ferðir þar sem hann beitti þessari aðferð auk þess sem að í febrúar síðastliðnum stal hann nokkrum kartonum af sígarettum og ýmis konar ilmvatni, alls að verðmæti 124 þúsund króna. Verðmæti þess sem hann stal yfir tímabilið nam um 1,7 milljónum króna.Málið var rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/gvaMaðurinn var fyrst kallaður til lögreglu í september 2018 eftir að tilkynnt var um umfangsmikinn þjófnað úr verslunum Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Grunur beindist fljótt að manninum og viðurkenndi hann við skýrslutökur að hafa sinnum farið út á flugvöll í því skyni að stela sígarettum úr fríhöfninni.Nokkur ólíkindablær á skýringum mannsins Maðurinn var svo handtekinn í flugstöðinni í febrúar á þessi ári, grunaður um þjófnað. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi og sagðist ferðast mikið, stundum kæmi það hins vegar fyrir að honum væri ekki hleypt um borð í flugvélar eftir að hann innritaði sig. Að baki væri ýmsar ástæður, svo sem ölvun. Í dómi héraðsdóms segir að skýringar mannsins hafi á sér „nokkurn ólíkindablæ,“ ekki síst þegar litið væri til fjölda þeirra skipta sem hann hafi innritað sig án þess að ganga síðan um borð í flugvél. Þá væri í gögnum málsins einnig að finna fjölmargar myndbandsupptökur sem sýni skýrlega að maðurinn taki varninginn, sem honum var gefið að sök að hafa stolið, setji inn í opna ferðatösku sína sem staðsett sé í búðarkerru. Þá sýni myndirnar iðulega að maðurinn breiði yfir vörurnar og fari síðan á afgreiðslukassa en greiði aðeins fyrir lítilræði á borð við eina bjórkippu. Í dómi héraðsdóms segir að brot mannsins séu stórfelld, þaulskipulögð og beri vitni um einbeittan brotavilja hans. Því væri hæfileg refsing átta mánaða fangelsi. Þá þarf maðurinn að greiða Fríhöfninni ehf. 1,6 milljónir í bætur. Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt litáískan karlmann í átta mánaða fangelsi fyrir stórfelldan þjófnað. Maðurinn, í félagi við þrjá aðra, stal alls 265 kartonum af tóbaki úr Fríhafnarverslun á Keflavíkurflugvelli yfir rúmlega hálfs árs tímabil. Aðferðin var yfirleitt sú sama en maðurinn keypti sér flugmiða, innritaði sig í flug, fór í verslanir Fríhafnarinnar, þar sem hann tóku muni ófrjálsri hendi, en yfirgaf flugstöðina án þess að nýta sér þær ferðir sem hann hafði keypt miða í. Alls fór maðurinn í sextán ferðir þar sem hann beitti þessari aðferð auk þess sem að í febrúar síðastliðnum stal hann nokkrum kartonum af sígarettum og ýmis konar ilmvatni, alls að verðmæti 124 þúsund króna. Verðmæti þess sem hann stal yfir tímabilið nam um 1,7 milljónum króna.Málið var rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/gvaMaðurinn var fyrst kallaður til lögreglu í september 2018 eftir að tilkynnt var um umfangsmikinn þjófnað úr verslunum Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli. Grunur beindist fljótt að manninum og viðurkenndi hann við skýrslutökur að hafa sinnum farið út á flugvöll í því skyni að stela sígarettum úr fríhöfninni.Nokkur ólíkindablær á skýringum mannsins Maðurinn var svo handtekinn í flugstöðinni í febrúar á þessi ári, grunaður um þjófnað. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi og sagðist ferðast mikið, stundum kæmi það hins vegar fyrir að honum væri ekki hleypt um borð í flugvélar eftir að hann innritaði sig. Að baki væri ýmsar ástæður, svo sem ölvun. Í dómi héraðsdóms segir að skýringar mannsins hafi á sér „nokkurn ólíkindablæ,“ ekki síst þegar litið væri til fjölda þeirra skipta sem hann hafi innritað sig án þess að ganga síðan um borð í flugvél. Þá væri í gögnum málsins einnig að finna fjölmargar myndbandsupptökur sem sýni skýrlega að maðurinn taki varninginn, sem honum var gefið að sök að hafa stolið, setji inn í opna ferðatösku sína sem staðsett sé í búðarkerru. Þá sýni myndirnar iðulega að maðurinn breiði yfir vörurnar og fari síðan á afgreiðslukassa en greiði aðeins fyrir lítilræði á borð við eina bjórkippu. Í dómi héraðsdóms segir að brot mannsins séu stórfelld, þaulskipulögð og beri vitni um einbeittan brotavilja hans. Því væri hæfileg refsing átta mánaða fangelsi. Þá þarf maðurinn að greiða Fríhöfninni ehf. 1,6 milljónir í bætur.
Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Sjá meira