Fólkið reyndi að bjarga sér úr eldinum Birgir Olgeirsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 6. júní 2019 13:51 Vigfús Ólafsson situr hér á milli verjenda í málinu. Vísir/MHH Dánarorsök fólksins sem lést í brunanum á Kirkjuvegi á Selfossi í október síðastliðnum, var reykeitrun. Sebastian Kunz réttarmeinafræðingur greindi frá þessari niðurstöðu sinn við aðalmeðferð máls saksóknara gegn Vigfúsi Ólafssyni, sem er ákærður fyrir manndráp með því að hafa valdið eldsvoða sem varð fólkinu að bana, og Elvu Marteinsdóttur, sem er ákærð fyrir að látaa hjá líða að gera það sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoðanum. Kunz sagði fólkið hafa verið á lífi á meðan eldurinn geisaði, þau voru ekki liggjandi heldur á ferli í svefnherbergi á efri hæð hússinus. Þannig liggur fyrir að þau dóu ekki úr reykeitrun í svefni. Fannst fólkið látið í svefnherberginu Kunz sagði konuna hafa andast á eftir karlinum. Sjúkraflutningamaður sem var fyrstur á vettvang brunans í október mætti fyrir dóminn í morgun. Hann sagðist hafa heyrt öskur út úr húsinu og útidyrnar hafi verið opnar. Greinilegt hafi verið að Elva Marteinsdóttir var mjög reið við Vigfús Ólafsson en þau stóðu fyrir utan húsið. Við skoðun fann Kunz enga áverka á hinum látnu en sagði bæði konuna og karlinn hafa neytt lyfja sem höfðu slæfandi áhrif á þau. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, spurði Kunz hve langur tími hefði liðið þar til fólkið dó? Kunz sagði ekki hægt að segja til um það en þó væri vitað að í svona bruna gætu liðið átta til tíu mínútur þangað til manneskjur deyja. Bogi Sigvaldsson mætti fyrir réttinn en hann sá um rannsókn á vettvangi brunans. Hann sagði engan vafa um að upptök eldsins hefðu átt sér stað inni í stofu hússins. Raktin hann upptökin í svefnsófa í stofunni og taldi útilokað að kviknaði hefði í út frá rafmagni. Þetta hefði verið íkveikja. Hann sagði upptökin hefði ekki átt sér stað á fleiri stöðum, svefnsófinn hafi verið meira brunninn vinstra megin. Karlmaðurinn sem lést hét Guðmundur Bárðarson. Guðmundur var fæddur árið 1969 og var búsettur á Selfossi. Guðmundur var ókvæntur og barnlaus. Konan sem lést hét Kristrún Sæbjörnsdóttir. Kristrún var fædd árið 1971 og var búsett í Reykjavík. Kristrún lætur eftir sig þrjá syni. Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengd fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Veikur rekstrargrunnur, línudans og leiðin út úr vítahring Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Sjá meira
Dánarorsök fólksins sem lést í brunanum á Kirkjuvegi á Selfossi í október síðastliðnum, var reykeitrun. Sebastian Kunz réttarmeinafræðingur greindi frá þessari niðurstöðu sinn við aðalmeðferð máls saksóknara gegn Vigfúsi Ólafssyni, sem er ákærður fyrir manndráp með því að hafa valdið eldsvoða sem varð fólkinu að bana, og Elvu Marteinsdóttur, sem er ákærð fyrir að látaa hjá líða að gera það sem í hennar valdi stóð til að afstýra eldsvoðanum. Kunz sagði fólkið hafa verið á lífi á meðan eldurinn geisaði, þau voru ekki liggjandi heldur á ferli í svefnherbergi á efri hæð hússinus. Þannig liggur fyrir að þau dóu ekki úr reykeitrun í svefni. Fannst fólkið látið í svefnherberginu Kunz sagði konuna hafa andast á eftir karlinum. Sjúkraflutningamaður sem var fyrstur á vettvang brunans í október mætti fyrir dóminn í morgun. Hann sagðist hafa heyrt öskur út úr húsinu og útidyrnar hafi verið opnar. Greinilegt hafi verið að Elva Marteinsdóttir var mjög reið við Vigfús Ólafsson en þau stóðu fyrir utan húsið. Við skoðun fann Kunz enga áverka á hinum látnu en sagði bæði konuna og karlinn hafa neytt lyfja sem höfðu slæfandi áhrif á þau. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, spurði Kunz hve langur tími hefði liðið þar til fólkið dó? Kunz sagði ekki hægt að segja til um það en þó væri vitað að í svona bruna gætu liðið átta til tíu mínútur þangað til manneskjur deyja. Bogi Sigvaldsson mætti fyrir réttinn en hann sá um rannsókn á vettvangi brunans. Hann sagði engan vafa um að upptök eldsins hefðu átt sér stað inni í stofu hússins. Raktin hann upptökin í svefnsófa í stofunni og taldi útilokað að kviknaði hefði í út frá rafmagni. Þetta hefði verið íkveikja. Hann sagði upptökin hefði ekki átt sér stað á fleiri stöðum, svefnsófinn hafi verið meira brunninn vinstra megin. Karlmaðurinn sem lést hét Guðmundur Bárðarson. Guðmundur var fæddur árið 1969 og var búsettur á Selfossi. Guðmundur var ókvæntur og barnlaus. Konan sem lést hét Kristrún Sæbjörnsdóttir. Kristrún var fædd árið 1971 og var búsett í Reykjavík. Kristrún lætur eftir sig þrjá syni.
Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengd fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Veikur rekstrargrunnur, línudans og leiðin út úr vítahring Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Sjá meira