Fótbolti

Kol­beinn: Geð­veikt að finna mót­tökurnar og stuðninginn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kolbeinn Sigþórsson spilaði þrjátíu mínútur í sigri Íslands á Albaníu í undankeppni EM 2020 í fótbolta. Kolbeinn var að vonum ánægður með að vera kominn á ról á nýjan leik en var svekktur að hafa ekki náð að setja mark sitt á leikinn.

„Mér líður frábærlega. Geggjað að koma inn í þetta aftur,“ sagði Kolbeinn við Henry Birgi Gunnarsson í leikslok á Laugardalsvelli.

Ísland vann leikinn 1-0 eftir mark Jóhanns Bergs Guðmundssonar í fyrri hálfleik.

„Ég fann að það var komið sjálfstraust í liðið í seinni hálfleik.  Þetta var ekki fallegt, á báða vegu, þeir voru hættulegir fram á við í endann. En boltinn féll með okkur og við hentum okkur fyrir allt sem hægt var að henda sér fyrir, frábær barátta í liðinu.“

„Það sýnir karakter af liðinu að koma til baka með smá pressu á bakinu eftir allt sem undan er gengið. Við þurftum á þessu að halda.“

Kolbeinn er greinilega enn í miklum metum hjá stuðningsmönnum íslenska landsliðsins og var fagnað þegar hann kom inn á í seinni hálfleik.

„Þetta gefur mér allt. Geðveikt að finna móttökurnar og stuðninginn.“

„Ég er svekktur að hafa ekki náð að skora undir lokin en hrikalega jákvætt að vera kominn inn í þetta aftur.“

„Ég náði þrjátíu mínútum í dag og þetta leit vel út held ég hjá öllu liðinu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×