Bjarni svarar gagnrýni Ágústs Ólafs Andri Eysteinsson skrifar 8. júní 2019 16:26 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, við kynningu fjárlaga fyrr á árinu. Vísir/Vilhelm Framlög til málefnasviðsins örorka og málefni fatlaðs fólks hafa vaxið úr 45,7 milljörðum á ári upp í 69 milljarða í ár en samkvæmt áformum stefnir upphæðin að 77 milljörðum árið 2024. Þetta kemur fram í stuttum pistli Fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar, um fjármálaáætlun sem liggur fyrir þinginu. Segja má að með pistlinum svari fjármálaráðherra gagnrýni sem Ágúst Ólafur Ágústsson setti fram í stöðuuppfærslu á Facebook í gær. Bjarni segir að í áætluninni sé víða komið við, bæði á tekju- og gjaldahlið og segir það vera skyldu ríkisstjórnarinnar að ganga eins vel um sameiginlega sjóði og mögulegt er. Bjarni svarar þá gagnrýni þingmanns Samfylkingarinnar, Ágústs Ólafs Ágústssonar sem sagðist í samtali við fréttastofu í dag vera í „hálfgerðu áfalli við lestur breytingatillagna á fjármálaáætlun.“Sjá einnig: Í áfalli vegna fjármálaáætlunnar Bjarni skýtur þá á Samfylkinguna og segir flokkinn hafa helst lagt það til að auka skattlagningu og verja í varanleg útgjöld. „Af þessu tilefni hefur þingmaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson haft uppi stór orð og er ekki annað að skilja en að hann sé enn að jafna sig eftir að hafa séð tillögurnar í nefnd þingsins. Flokkur hans hefur helst lagt það til að auka skattlagningu um 25-35 milljarða og verja því meira og minna öllu í varanleg útgjöld“ skrifar Bjarni. Með pistlinum lætur Bjarni fylgja með graf sem sýnir þróun framlaga til málefnasviðs 27, sem er „Örorka og málefni fatlaðs fólks“ en Ágúst hafði gagnrýnt breytingar á fjármálaáætlun sem myndu lækka framlög til málaflokksins um tæpa átta milljarða frá því sem kynnt hefði verið. „Á málefnasviðinu örorka og málefni fatlaðs fólks verður samkvæmt tillögum, sem kynntar hafa verið fjárlaganefnd og eru þar til meðferðar, áhersla lögð á að auka skilvirkni, bæta nýtingu fjármuna og huga að samspili við önnur stuðningskerfi. Engin áform eru hins vegar uppi um niðurskurð í bótakerfum,“ skrifar Bjarni, en pistil Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins má sjá hér að neðan. Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Framlög til málefnasviðsins örorka og málefni fatlaðs fólks hafa vaxið úr 45,7 milljörðum á ári upp í 69 milljarða í ár en samkvæmt áformum stefnir upphæðin að 77 milljörðum árið 2024. Þetta kemur fram í stuttum pistli Fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar, um fjármálaáætlun sem liggur fyrir þinginu. Segja má að með pistlinum svari fjármálaráðherra gagnrýni sem Ágúst Ólafur Ágústsson setti fram í stöðuuppfærslu á Facebook í gær. Bjarni segir að í áætluninni sé víða komið við, bæði á tekju- og gjaldahlið og segir það vera skyldu ríkisstjórnarinnar að ganga eins vel um sameiginlega sjóði og mögulegt er. Bjarni svarar þá gagnrýni þingmanns Samfylkingarinnar, Ágústs Ólafs Ágústssonar sem sagðist í samtali við fréttastofu í dag vera í „hálfgerðu áfalli við lestur breytingatillagna á fjármálaáætlun.“Sjá einnig: Í áfalli vegna fjármálaáætlunnar Bjarni skýtur þá á Samfylkinguna og segir flokkinn hafa helst lagt það til að auka skattlagningu og verja í varanleg útgjöld. „Af þessu tilefni hefur þingmaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson haft uppi stór orð og er ekki annað að skilja en að hann sé enn að jafna sig eftir að hafa séð tillögurnar í nefnd þingsins. Flokkur hans hefur helst lagt það til að auka skattlagningu um 25-35 milljarða og verja því meira og minna öllu í varanleg útgjöld“ skrifar Bjarni. Með pistlinum lætur Bjarni fylgja með graf sem sýnir þróun framlaga til málefnasviðs 27, sem er „Örorka og málefni fatlaðs fólks“ en Ágúst hafði gagnrýnt breytingar á fjármálaáætlun sem myndu lækka framlög til málaflokksins um tæpa átta milljarða frá því sem kynnt hefði verið. „Á málefnasviðinu örorka og málefni fatlaðs fólks verður samkvæmt tillögum, sem kynntar hafa verið fjárlaganefnd og eru þar til meðferðar, áhersla lögð á að auka skilvirkni, bæta nýtingu fjármuna og huga að samspili við önnur stuðningskerfi. Engin áform eru hins vegar uppi um niðurskurð í bótakerfum,“ skrifar Bjarni, en pistil Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins má sjá hér að neðan.
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira