Fótbolti

Aukaskipting vegna heilahristings frá 2021?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ceferin er með tillögu að nýrri reglu.
Ceferin er með tillögu að nýrri reglu. vísir/getty
Ný regla gæti tekið gildi 2021 um að leikmenn sem fái heilahristing geti verið skipt út af þrátt fyrir að viðkomandi lið sé búið með sínar skiptingar.

Aleksander Ceferin, forseti UEFA, tilkynnti þessa tillögu en tillagan er gerð til þess að leikmenn snúi ekki aftur á völlinn eftir heilahristing.

Málið hefur verið mikið í umræðunni eftir að Jan Vertonghen, varnarmaður Tottenham, kom aftur inn á völlinn eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg í leik Tottenham í vetur.

„Eftir það sem gerðist við Vertonghen þá var ég hræddur um að eitthvað myndi gerast. Það var svo augljóst er hann kom aftur inn á að honum leið ekki vel. Hann hefði getað dáið,“ sagði Ceferin.

Reglur UEFA segja til um að læknateymið sjái um það að meta hvort leikmaður sé leikfær eða ekki en enska knattspyrnusambandið er með öðruvísi reglur. Sé grunur um að leikmaður hafi fengið heilahristing, fari hann ekki aftur inn á völlinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×