Friðsamir mótmælendur handteknir í Kasakstan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júní 2019 17:17 Nursultan Nazarbayec, fyrrverandi forseti Kasakstan styður framboð Kasym-Zjomart Tokayev til forseta. getty/David Mareuil Lögreglan í Kasakstan hefur handtekið hundruð mótmælenda sem flykktust á götur Almaty borgar til að mótmæla kosningum til forseta, sem verður fyrsti nýi forseti landsins í 30 ár. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Boðað var til kosninga eftir að Nursultan Nazarbayev, forseti landsins til margra áratuga, sagði af sér í mars. Nazarbayev er 78 ára gamall og hefur setið sem forseti síðan árið 1991 en fyrir það var hann aðalritari kasakska kommúnistaflokksins frá 1989. Nazarbayev valdi Kasym-Zjomart Tokayev, sem er bráðabirgðaforseti landsins nú, sem eftirmann sinn og er talinn mjög líklegur til að vinna kosningarnar. Mótmælendur og frambjóðendur stjórnarandstöðunnar halda því fram að kosningarnar sem fara fram í dag, sunnudag, séu ekki frjálsar og sanngjarnar. Tokayev, sem er 66 ára gamall, segir þessar ásakanir ekki vera á rökum reistar og lýsti kosningaferlinu sem lýðræðislegu og opnu. Mótmælin eru viðamikil og eru þau fyrstu í landinu í mörg ár. Greint hefur verið frá því að þau fari fram bæði í höfuðborg landsins, Nur-Sultan og stærstu borg þess, Almaty. Mótmælin hafa farið friðsamlega fram en hundruð mótmælenda, sem hafa kallað eftir því að fólk sniðgangi atkvæðagreiðsluna, auk fréttamanna og aðgerðarsinna sem fylgdust með hafa verið handteknir af lögreglu.Kasym-Zjomart Tokayev greiðir atkvæði sitt í Nur-Sultan, höfuðborg Kasakstan.epa/IGOR KOVALENKOMarat Kozhayev, aðstoðarinnanríkisráðherra Kasakstan, sagði að 500 manns hafi verið handteknir á „ólöglegum fjöldafundum,“ samkvæmt fréttastofu AFP. Fréttamaður BBC í Nur-Sultan hefur séð fólk dregið inn í rútur af óeirða lögreglu. Tokayev, sem greitt hefur atkvæði í höfuðborginni, hefur hvatt lögreglu til að hafa hemil á sér. Hann sagði í samtali við BBC að ríkisstjórn hans væri umburðarlynd við þá sem hefðu aðrar skoðanir.Lýðræðisleg stjórnarskipti „bellibrögð“ Mukhtar Ablyazov, leiðtogi bannaða stjórnarandstöðuhópsins Lýðræðisrödd Kasakstan (e. The Democratic Choice of Kazakhstan), hvatti stuðningsmenn sína til að flykkjast út á götur til að mótmæla kosningunum. Ablayazov, sem gerður hefur verið útlægur, telur atkvæðagreiðsluna falsaða og að útkoman sé nú þegar ákveðin, en hann hefur hvatt til friðsamlegra mótmæla í dag og á morgun. Í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum segir að „þúsundir mótmælenda“ hafi safnast saman á Astana torgi í Almaty. Mótmælendur kölluðu slagorðin „sniðganga“ og „lögreglan með fólkinu“ áður en þeim var dreift af lögreglu. Lýðræðisleg stjórnarskipti í Kasakstan eru sögð „bellibrögð“ af Mannréttindavaktinni (e. Human Rights Watch). Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) sendi meira en 300 eftirlitsaðila til að fylgjast með atkvæðagreiðslunni og hefur aldrei skilgreint kosningar í Kasakstan sem alveg lýðræðislegar. Aslan Sagutdinov, sem var handtekinn í síðasta mánuði fyrir að halda uppi auðu skilti á mótmælum sagði í samtali við fréttastofu AFP að hann hygðist ekki kjósa. „Ef þý kýst í ósanngjörnum kosningum ertu að leifa þeim að segja að þær séu sanngjarnar,“ sagði myndbands bloggarinn. Tokayev er í framboði fyrir stjórnarflokkinn og nýtur stuðnings Nazarbayev en mótframbjóðendur hans eru allir lítið þekktir. Fréttaskýringar Kasakstan Tengdar fréttir Flokkur Nazarbajev tilnefnir bráðabirgðaforsetann Flokkur fyrrverandi forseta Kasakstans hefur tilnefnt Kasym-Zjomart Tokajev sem næsti forseti landsins. 23. apríl 2019 08:53 Sakar Nazarbajev um að ætla sér að gera dóttur sína að forseta Lögregla í Kasakstan hefur handtekið tugi mótmælenda og andstæðinga stjórnvalda í tveimur stærstu borgum landsins. 22. mars 2019 09:41 Kasakar breyta nafni höfuðborgarinnar Kasöksk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að breyta nafni höfuðborgar landsins. 20. mars 2019 14:42 Kasakar kjósa nýjan forseta í júní Bráðabirgðaforseti Kasakstans hefur tilkynnt að nýr forseti landsins verði kjörinn í júní. 9. apríl 2019 10:14 Þaulsetinn forseti Kasakstans segir af sér Nursultan Nazarbayev, forseti Kasakstans til 29 ára, hefur tilkynnt um afsögn sína. 19. mars 2019 13:50 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Lögreglan í Kasakstan hefur handtekið hundruð mótmælenda sem flykktust á götur Almaty borgar til að mótmæla kosningum til forseta, sem verður fyrsti nýi forseti landsins í 30 ár. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Boðað var til kosninga eftir að Nursultan Nazarbayev, forseti landsins til margra áratuga, sagði af sér í mars. Nazarbayev er 78 ára gamall og hefur setið sem forseti síðan árið 1991 en fyrir það var hann aðalritari kasakska kommúnistaflokksins frá 1989. Nazarbayev valdi Kasym-Zjomart Tokayev, sem er bráðabirgðaforseti landsins nú, sem eftirmann sinn og er talinn mjög líklegur til að vinna kosningarnar. Mótmælendur og frambjóðendur stjórnarandstöðunnar halda því fram að kosningarnar sem fara fram í dag, sunnudag, séu ekki frjálsar og sanngjarnar. Tokayev, sem er 66 ára gamall, segir þessar ásakanir ekki vera á rökum reistar og lýsti kosningaferlinu sem lýðræðislegu og opnu. Mótmælin eru viðamikil og eru þau fyrstu í landinu í mörg ár. Greint hefur verið frá því að þau fari fram bæði í höfuðborg landsins, Nur-Sultan og stærstu borg þess, Almaty. Mótmælin hafa farið friðsamlega fram en hundruð mótmælenda, sem hafa kallað eftir því að fólk sniðgangi atkvæðagreiðsluna, auk fréttamanna og aðgerðarsinna sem fylgdust með hafa verið handteknir af lögreglu.Kasym-Zjomart Tokayev greiðir atkvæði sitt í Nur-Sultan, höfuðborg Kasakstan.epa/IGOR KOVALENKOMarat Kozhayev, aðstoðarinnanríkisráðherra Kasakstan, sagði að 500 manns hafi verið handteknir á „ólöglegum fjöldafundum,“ samkvæmt fréttastofu AFP. Fréttamaður BBC í Nur-Sultan hefur séð fólk dregið inn í rútur af óeirða lögreglu. Tokayev, sem greitt hefur atkvæði í höfuðborginni, hefur hvatt lögreglu til að hafa hemil á sér. Hann sagði í samtali við BBC að ríkisstjórn hans væri umburðarlynd við þá sem hefðu aðrar skoðanir.Lýðræðisleg stjórnarskipti „bellibrögð“ Mukhtar Ablyazov, leiðtogi bannaða stjórnarandstöðuhópsins Lýðræðisrödd Kasakstan (e. The Democratic Choice of Kazakhstan), hvatti stuðningsmenn sína til að flykkjast út á götur til að mótmæla kosningunum. Ablayazov, sem gerður hefur verið útlægur, telur atkvæðagreiðsluna falsaða og að útkoman sé nú þegar ákveðin, en hann hefur hvatt til friðsamlegra mótmæla í dag og á morgun. Í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum segir að „þúsundir mótmælenda“ hafi safnast saman á Astana torgi í Almaty. Mótmælendur kölluðu slagorðin „sniðganga“ og „lögreglan með fólkinu“ áður en þeim var dreift af lögreglu. Lýðræðisleg stjórnarskipti í Kasakstan eru sögð „bellibrögð“ af Mannréttindavaktinni (e. Human Rights Watch). Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) sendi meira en 300 eftirlitsaðila til að fylgjast með atkvæðagreiðslunni og hefur aldrei skilgreint kosningar í Kasakstan sem alveg lýðræðislegar. Aslan Sagutdinov, sem var handtekinn í síðasta mánuði fyrir að halda uppi auðu skilti á mótmælum sagði í samtali við fréttastofu AFP að hann hygðist ekki kjósa. „Ef þý kýst í ósanngjörnum kosningum ertu að leifa þeim að segja að þær séu sanngjarnar,“ sagði myndbands bloggarinn. Tokayev er í framboði fyrir stjórnarflokkinn og nýtur stuðnings Nazarbayev en mótframbjóðendur hans eru allir lítið þekktir.
Fréttaskýringar Kasakstan Tengdar fréttir Flokkur Nazarbajev tilnefnir bráðabirgðaforsetann Flokkur fyrrverandi forseta Kasakstans hefur tilnefnt Kasym-Zjomart Tokajev sem næsti forseti landsins. 23. apríl 2019 08:53 Sakar Nazarbajev um að ætla sér að gera dóttur sína að forseta Lögregla í Kasakstan hefur handtekið tugi mótmælenda og andstæðinga stjórnvalda í tveimur stærstu borgum landsins. 22. mars 2019 09:41 Kasakar breyta nafni höfuðborgarinnar Kasöksk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að breyta nafni höfuðborgar landsins. 20. mars 2019 14:42 Kasakar kjósa nýjan forseta í júní Bráðabirgðaforseti Kasakstans hefur tilkynnt að nýr forseti landsins verði kjörinn í júní. 9. apríl 2019 10:14 Þaulsetinn forseti Kasakstans segir af sér Nursultan Nazarbayev, forseti Kasakstans til 29 ára, hefur tilkynnt um afsögn sína. 19. mars 2019 13:50 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Flokkur Nazarbajev tilnefnir bráðabirgðaforsetann Flokkur fyrrverandi forseta Kasakstans hefur tilnefnt Kasym-Zjomart Tokajev sem næsti forseti landsins. 23. apríl 2019 08:53
Sakar Nazarbajev um að ætla sér að gera dóttur sína að forseta Lögregla í Kasakstan hefur handtekið tugi mótmælenda og andstæðinga stjórnvalda í tveimur stærstu borgum landsins. 22. mars 2019 09:41
Kasakar breyta nafni höfuðborgarinnar Kasöksk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að breyta nafni höfuðborgar landsins. 20. mars 2019 14:42
Kasakar kjósa nýjan forseta í júní Bráðabirgðaforseti Kasakstans hefur tilkynnt að nýr forseti landsins verði kjörinn í júní. 9. apríl 2019 10:14
Þaulsetinn forseti Kasakstans segir af sér Nursultan Nazarbayev, forseti Kasakstans til 29 ára, hefur tilkynnt um afsögn sína. 19. mars 2019 13:50
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“