Erlent

Sakar Nazar­ba­jev um að ætla sér að gera dóttur sína að for­seta

Atli Ísleifsson skrifar
Bráðabirgðaforsetinn Kassym-Jomart Tokayev og Dariga Nazarbayeva, nýr þingforseti og dóttir forsetans fyrrverandi.
Bráðabirgðaforsetinn Kassym-Jomart Tokayev og Dariga Nazarbayeva, nýr þingforseti og dóttir forsetans fyrrverandi. Getty

Lögregla í Kasakstan hefur handtekið tugi mótmælenda og andstæðinga stjórnvalda í tveimur stærstu borgum landsins. Nursultan Nazarbajev, forseti landsins til 29 ára, tilkynnti óvænt um afsögn sína fyrr í vikunni.

Stjórnarandstæðingurinn Muchtar Ablijazov stóð fyrir mótmælunum en hann sakar hinn 78 ára Nazarbajev um að ætla sér að gera dóttur sína, Dariga Nazarbajeva, að næsta forseta.

Nazarbajeva hefur verið gerð að nýjum forseta öldungadeildar þingsins eftir að fyrri þingforsetinn, Kasym-Zjomart Tokajev, sór embættiseið sem forseti til bráðabirgða. Forsetakosningar munu fara fram í landinu á næsta ári.

Mótmælin áttu sér stað í fjölmennustu borg landsins, Almaty, og í höfuðborginni Astana. Fyrr í vikunni var greint frá því að nafn höfuðborgarinnar yrði bráðlega breytt í Nursultan, forsetanum fyrrverandi til heiðurs.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.