Innlent

Niðurstaða Mannréttindadómstólsins í Al-thani máli í næstu viku

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Málið varðar meint brot gegn 6. gr. Mannréttindadómstólsins um réttláta málsmeðferð fyrir óvilhöllum dómstól.
Málið varðar meint brot gegn 6. gr. Mannréttindadómstólsins um réttláta málsmeðferð fyrir óvilhöllum dómstól.
Dómur verður kveðinn upp í Mannréttindadómstól Evrópu næsta þriðjudag í máli Sigurðar Einarssonar, Hreiðars Más Sigurðarssonar, Ólafs Ólafssonar og Magnúsar Guðmundssonar gegn Íslandi. Málið varðar meðferð Al-thani málsins fyrir íslenskum dómstólum þar sem mennirnir voru meðal annars dæmdir fyrir markaðsmisnotkun. Málið varðar meint brot gegn 6. gr. Mannréttindadómstólsins um réttláta málsmeðferð fyrir óvilhöllum dómstól. 

Grundvöllur málsins varðar meðal annars meint vanhæfi Árna Pálssonar, eins dómara Hæstaréttar, sem felldi dóm á Al thani málið en eiginkona hans vann hjá fjármálaeftirlitinu á sama tíma og Kaupþing var til rannsóknar hjá embættinu. Kærendur telja einnig brotið á rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar með vísan í takmörkun á aðgangi að málsgögnum, skömmum tíma til undirbúnings málsvarnar sinnar, hindrun á rétti  til að leiða fram vitni sér til varnar, meðal annars þá Al Thani og sheikh Sultan.

Eins og áður hefur verið greint frá hefur efri deild dómsins samþykkt nýverið að taka mál tveggja lögmanna sem sögðu sig frá verjendastörfum í Al-thani málinu. Þeir telja öll réttindi sáttmálans sem sakborningum í refsimálum eru tryggð hafi verið brotin þegar þeim var gerð réttarfarssekt án þess að fá tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð sér. Réttarfarssektin hafi verið það há að um refsingu sé að ræða samkvæmt sáttmálanum. Munnlegur málflutningur verður í þeirra máli í október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×