„Til samanburðar notaði norska Stórþingið fjóra og hálfa klukkustund í að ræða nákvæmlega sama mál“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. maí 2019 10:48 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, beindi enn á ný þeim tilmælum til þingmanna Miðflokksins að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann. FBL/Anton Brink Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, beindi þeim tilmælum til þingmanna Miðflokksins að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann. Málið hefur nú verið rætt í 133 klukkustundir á Alþingi. Þingmenn Miðflokksins hafa einir síns liðs haldið uppi málþófi um þriðja orkupakkann. Þingmennirnir hafa farið hver á fætur öðrum í ræðustól Alþingis og svarað ræðum hvors annars. Bryndís kom óánægju sinni með stöðu mála á framfæri í ræðu undir liðnum störf þingsins. „Ég verð að beina þeim tilmælum til háttvirtra þingmanna Miðflokksins að þessari umræðu linni, 133 klukkustundir! Til samanburðar notaði norska stórþingið fjórar og hálfa klukkustund í að ræða nákvæmlega sama mál.“ Þrátt fyrir að Norðmenn hafi ekki varið löngum tíma í afgreiðslu málsins þá var það engu að síður umdeilt á meðal almennings en andstæðingar þriðja orkupakkans héldu fram sömu rökum og andstæðingar hans hér á landi. Innleiðingin myndi fela í sér framsal á yfirráðum yfir orkuauðlindum og hækkun raforkuverðs. „Það er að mínu viti þannig að hér hefur verið haldið fram fullt af rangfærslum í þeirri umræðu. það er til dæmis alveg á hreinu að sú leið sem lögð er fram hér við afgreiðslu þriðja orkupakkans stenst stjórnarskrá, það var margfarið yfir þetta í háttvirtri utanríkismálanefnd og það ber öllum saman um það að svo er,“ sagði Bryndís í ræðu sinni. Hún tók mið af orðum Skúla Magnússonar, lögfræðings, að það væru lögfræðilegir loftfimleikar að halda því fram að þriðji orkupakkinn leiddi til þess að hægt yrði að skylda íslenska ríkið til að leggja sæstreng. „Nú ef menn telja sig geta knúið íslenska ríkið til að tengjast rafmagnsstreng þá hefur sú hætta verið fyrir hendi í 25 ár og þriðji orkupakkinn breytir engu þar um“. Hún sagði að það væri hluti af innleiðingu þriðja orkupakkans að taka af öll tvímæli um að sæstrengur yrði aldrei lagður nema með samþykki Alþingis. Pakkinn hefði ekkert með eignarhald yfir orkuauðlindum eða auðlindastjórnun að gera. „Ákvarðanir um notkun á auðlindunum okkar verður eftir sem áður á valdsviði þeirra sem þennan sal skipa. Orkupakki þrjú gerir enga kröfu um einkavæðingu orkufyrirtækjanna. Ákvarðanir um slíkt munu alltaf vera á herðum íslenskra stjórnvalda og það stendur ekki til að einkavæða Landsvirkjun.“ Alþingi Miðflokkurinn Noregur Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Þingfundur hefur staðið yfir í tæpan sólarhring Miðflokksmenn hafa nú talað í á fimmta sólarhring um þriðja orkupakkann. 29. maí 2019 10:07 Segir þingmenn Miðflokksins hygla sjálfum sér daginn út og inn Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist upplifa vanlíðan yfir því að geta ekki unnið að málum kjósenda sinna. Miðflokksmenn hefðu tekið Alþingi Íslendinga í gíslingu. 28. maí 2019 12:17 Tillaga andstöðuflokkanna fjögurra kemur Katrínu á óvart Segir tillöguna ekki leysa vanda, heldur fresta honum. 29. maí 2019 19:06 Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12 Forseti sleit þingfundi „með sorg í hjarta“ snemma í morgun Málþóf Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann hefur nú staðið yfir í rúmar níutíu klukkustundir. 28. maí 2019 07:56 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, beindi þeim tilmælum til þingmanna Miðflokksins að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann. Málið hefur nú verið rætt í 133 klukkustundir á Alþingi. Þingmenn Miðflokksins hafa einir síns liðs haldið uppi málþófi um þriðja orkupakkann. Þingmennirnir hafa farið hver á fætur öðrum í ræðustól Alþingis og svarað ræðum hvors annars. Bryndís kom óánægju sinni með stöðu mála á framfæri í ræðu undir liðnum störf þingsins. „Ég verð að beina þeim tilmælum til háttvirtra þingmanna Miðflokksins að þessari umræðu linni, 133 klukkustundir! Til samanburðar notaði norska stórþingið fjórar og hálfa klukkustund í að ræða nákvæmlega sama mál.“ Þrátt fyrir að Norðmenn hafi ekki varið löngum tíma í afgreiðslu málsins þá var það engu að síður umdeilt á meðal almennings en andstæðingar þriðja orkupakkans héldu fram sömu rökum og andstæðingar hans hér á landi. Innleiðingin myndi fela í sér framsal á yfirráðum yfir orkuauðlindum og hækkun raforkuverðs. „Það er að mínu viti þannig að hér hefur verið haldið fram fullt af rangfærslum í þeirri umræðu. það er til dæmis alveg á hreinu að sú leið sem lögð er fram hér við afgreiðslu þriðja orkupakkans stenst stjórnarskrá, það var margfarið yfir þetta í háttvirtri utanríkismálanefnd og það ber öllum saman um það að svo er,“ sagði Bryndís í ræðu sinni. Hún tók mið af orðum Skúla Magnússonar, lögfræðings, að það væru lögfræðilegir loftfimleikar að halda því fram að þriðji orkupakkinn leiddi til þess að hægt yrði að skylda íslenska ríkið til að leggja sæstreng. „Nú ef menn telja sig geta knúið íslenska ríkið til að tengjast rafmagnsstreng þá hefur sú hætta verið fyrir hendi í 25 ár og þriðji orkupakkinn breytir engu þar um“. Hún sagði að það væri hluti af innleiðingu þriðja orkupakkans að taka af öll tvímæli um að sæstrengur yrði aldrei lagður nema með samþykki Alþingis. Pakkinn hefði ekkert með eignarhald yfir orkuauðlindum eða auðlindastjórnun að gera. „Ákvarðanir um notkun á auðlindunum okkar verður eftir sem áður á valdsviði þeirra sem þennan sal skipa. Orkupakki þrjú gerir enga kröfu um einkavæðingu orkufyrirtækjanna. Ákvarðanir um slíkt munu alltaf vera á herðum íslenskra stjórnvalda og það stendur ekki til að einkavæða Landsvirkjun.“
Alþingi Miðflokkurinn Noregur Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Þingfundur hefur staðið yfir í tæpan sólarhring Miðflokksmenn hafa nú talað í á fimmta sólarhring um þriðja orkupakkann. 29. maí 2019 10:07 Segir þingmenn Miðflokksins hygla sjálfum sér daginn út og inn Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist upplifa vanlíðan yfir því að geta ekki unnið að málum kjósenda sinna. Miðflokksmenn hefðu tekið Alþingi Íslendinga í gíslingu. 28. maí 2019 12:17 Tillaga andstöðuflokkanna fjögurra kemur Katrínu á óvart Segir tillöguna ekki leysa vanda, heldur fresta honum. 29. maí 2019 19:06 Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12 Forseti sleit þingfundi „með sorg í hjarta“ snemma í morgun Málþóf Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann hefur nú staðið yfir í rúmar níutíu klukkustundir. 28. maí 2019 07:56 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þingfundur hefur staðið yfir í tæpan sólarhring Miðflokksmenn hafa nú talað í á fimmta sólarhring um þriðja orkupakkann. 29. maí 2019 10:07
Segir þingmenn Miðflokksins hygla sjálfum sér daginn út og inn Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist upplifa vanlíðan yfir því að geta ekki unnið að málum kjósenda sinna. Miðflokksmenn hefðu tekið Alþingi Íslendinga í gíslingu. 28. maí 2019 12:17
Tillaga andstöðuflokkanna fjögurra kemur Katrínu á óvart Segir tillöguna ekki leysa vanda, heldur fresta honum. 29. maí 2019 19:06
Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12
Forseti sleit þingfundi „með sorg í hjarta“ snemma í morgun Málþóf Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann hefur nú staðið yfir í rúmar níutíu klukkustundir. 28. maí 2019 07:56