Fótbolti

Dagný með sjálfsmark í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir.
Dagný Brynjarsdóttir. Getty/Charlotte Wilson

Dagný Brynjarsdóttir og félagar í Portland Thorns áttu ekki góða ferð í höfuðborgina í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta í nótt.

Portland Thorns tapaði þá 3-1 á móti liði Washington Spirit en Spirit-liðið var fyrir neðan Portland fyrir leikinn.

Fyrir vikið er Portland Thorns dottið niður í sjötta sætið en liðið hefur aðeins náð að vinna einn af síðustu fjórum leikjum sínum.

Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliðinu en varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 47. mínútu en með því komst lið Washington Spirit í 2-0. Washington hafði komst í 1-0 strax á sextándu mínútu.

Portland Thorns minnkaði muninn í 2-1 tuttugu mínútum síðar en Spirit innsiglaði sigurinn nítján mínútum fyrir leikslok.

Það er hægt að sjá sjálfsmarkið hennar Dagnýjar hér fyrir neðan en hún fær þá boltann óvænt í höfuðið eftir hornspyrnu.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.