Fótbolti

Dagný með sjálfsmark í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir.
Dagný Brynjarsdóttir. Getty/Charlotte Wilson
Dagný Brynjarsdóttir og félagar í Portland Thorns áttu ekki góða ferð í höfuðborgina í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta í nótt.

Portland Thorns tapaði þá 3-1 á móti liði Washington Spirit en Spirit-liðið var fyrir neðan Portland fyrir leikinn.

Fyrir vikið er Portland Thorns dottið niður í sjötta sætið en liðið hefur aðeins náð að vinna einn af síðustu fjórum leikjum sínum.

Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliðinu en varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 47. mínútu en með því komst lið Washington Spirit í 2-0. Washington hafði komst í 1-0 strax á sextándu mínútu.

Portland Thorns minnkaði muninn í 2-1 tuttugu mínútum síðar en Spirit innsiglaði sigurinn nítján mínútum fyrir leikslok.

Það er hægt að sjá sjálfsmarkið hennar Dagnýjar hér fyrir neðan en hún fær þá boltann óvænt í höfuðið eftir hornspyrnu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×