Vilja fagfólk í mannauðsmálum vegna samskipta þjóðleikhússtjóra við listamenn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. maí 2019 19:00 Félag íslenskra leikara fer fram á að Menntamálaráðuneytið fái fagfólk til að ráða fram úr samskiptavanda þjóðleikhússtjóra við listamenn leikhússins. Formaður félagsins segir þjóðleikhússtjóra hafa beitt sig ofbeldi og margir hafi kvartað undan framkomu hans. Þjóðleikhússtjóri vísar þessu á bug og bendir á mikla starfsánægju innan leikhússins. Vísir greindi ítarlega frá ólgu milli formanns Félags íslenskra leikara og þjóðleikhússtjóra í dag. Vandinn hófst fyrir alvöru í febrúar á síðasta ári við undirritun kjarasamninga leikara Þjóðleikshússins. „Við undirritun samninga í fyrra þó tókumst við Birna Hafstein formaður FÍL í hendur og hún vildi faðma mig, ég braut faðmlagið og ég sá að hún tók þetta nærri sér. Ég fór því til hennar og bað hana afsökunar og hún tók við afsökunarbeiðninni og ég gerði ráð fyrir að málinu væri lokið,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. Greinir á um hvort Birna hafi hrasað Aðspurður um hvort Birna hafi hrasað við þetta kveðst Ari svo ekki hafa verið. Birna Hafstein segist hins vegar hafa hrasað og framkoma Ara hafi staðfest margar kvartanir sem hún hafi fengið vegna skapbresta hans. „Þjóðleikhússtjóri greinilega missti stjórn á skapi sínu og stjakaði harkalega við mér og þá blasti við mér að það rýmaði við allar þær kvartanir sem mér höfðu borist gegnum tíðina,“ segir Birna. Stjórn félags íslenskra leikara og sviðslistafólks sendi bréf til mennta-og menningarmálaráðuneytisins í kjölfarið vegna framkomu þjóðleikhússtjóra við listamenn og formanninn. Birna Hafstein segir að málið hafi reynst sér afar erfitt persónulega. „Núna er ég búin að verða fyrir árásum í næstum eitt og hálft ár, nokkuð sem ég kalla ofbeldi og ég sætti mig hvorki við að verða fyrir því sjálf né að félagsmenn FÍL verði fyrir slíku,“ segir Birna. Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri vísar þessu á bug. Segist lítið vita um kvartanirnar „Í sjálfu sér veit ég ekkert um þessar kvartanir annað en mér hefur verið sagt en ég veit að þær voru teknar fyrir og þeim var vísað frá,“ segir Ari. Ari bendir jafnframt á að starfsánægjukönnun leikhússins hafi komið afar vel út og deildarstjórar hafi sent stuðningsyfirlýsingu til mennta-og menningarmálaráðuneytisins. Það er annað hljóð í strokkunum hjá FÍL en eftir fjölmennan fund hjá Félagi íslenskra leikara í síðustu viku var ákveðið að senda ráðuneytinu nýtt erindi þar sem óskað er eftir fagfólki í mannauðsmálum við Þjóðleikhúsið og var það sent út í dag. „Það hlýtur að vera kominn tími á að yfirvöld taki á þessum málum af einhverri festu og fái þarna inn fagfólk í mannauðsmálum,“ segir Birna Hafstein. Lilja Alfreðsdóttir mennta-og menningarmálaráðherra kvaðst ekki tjá sig um málið í ljósi þess að embætti þjóðleikhússtjóra hefur nú verið auglýst og hvers konar ummæli um mögulega umsækjendur gætu valdið vanhæfi ráðherra í ráðningaferli þess. Leikhús Menning Stjórnsýsla Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira
Félag íslenskra leikara fer fram á að Menntamálaráðuneytið fái fagfólk til að ráða fram úr samskiptavanda þjóðleikhússtjóra við listamenn leikhússins. Formaður félagsins segir þjóðleikhússtjóra hafa beitt sig ofbeldi og margir hafi kvartað undan framkomu hans. Þjóðleikhússtjóri vísar þessu á bug og bendir á mikla starfsánægju innan leikhússins. Vísir greindi ítarlega frá ólgu milli formanns Félags íslenskra leikara og þjóðleikhússtjóra í dag. Vandinn hófst fyrir alvöru í febrúar á síðasta ári við undirritun kjarasamninga leikara Þjóðleikshússins. „Við undirritun samninga í fyrra þó tókumst við Birna Hafstein formaður FÍL í hendur og hún vildi faðma mig, ég braut faðmlagið og ég sá að hún tók þetta nærri sér. Ég fór því til hennar og bað hana afsökunar og hún tók við afsökunarbeiðninni og ég gerði ráð fyrir að málinu væri lokið,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. Greinir á um hvort Birna hafi hrasað Aðspurður um hvort Birna hafi hrasað við þetta kveðst Ari svo ekki hafa verið. Birna Hafstein segist hins vegar hafa hrasað og framkoma Ara hafi staðfest margar kvartanir sem hún hafi fengið vegna skapbresta hans. „Þjóðleikhússtjóri greinilega missti stjórn á skapi sínu og stjakaði harkalega við mér og þá blasti við mér að það rýmaði við allar þær kvartanir sem mér höfðu borist gegnum tíðina,“ segir Birna. Stjórn félags íslenskra leikara og sviðslistafólks sendi bréf til mennta-og menningarmálaráðuneytisins í kjölfarið vegna framkomu þjóðleikhússtjóra við listamenn og formanninn. Birna Hafstein segir að málið hafi reynst sér afar erfitt persónulega. „Núna er ég búin að verða fyrir árásum í næstum eitt og hálft ár, nokkuð sem ég kalla ofbeldi og ég sætti mig hvorki við að verða fyrir því sjálf né að félagsmenn FÍL verði fyrir slíku,“ segir Birna. Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri vísar þessu á bug. Segist lítið vita um kvartanirnar „Í sjálfu sér veit ég ekkert um þessar kvartanir annað en mér hefur verið sagt en ég veit að þær voru teknar fyrir og þeim var vísað frá,“ segir Ari. Ari bendir jafnframt á að starfsánægjukönnun leikhússins hafi komið afar vel út og deildarstjórar hafi sent stuðningsyfirlýsingu til mennta-og menningarmálaráðuneytisins. Það er annað hljóð í strokkunum hjá FÍL en eftir fjölmennan fund hjá Félagi íslenskra leikara í síðustu viku var ákveðið að senda ráðuneytinu nýtt erindi þar sem óskað er eftir fagfólki í mannauðsmálum við Þjóðleikhúsið og var það sent út í dag. „Það hlýtur að vera kominn tími á að yfirvöld taki á þessum málum af einhverri festu og fái þarna inn fagfólk í mannauðsmálum,“ segir Birna Hafstein. Lilja Alfreðsdóttir mennta-og menningarmálaráðherra kvaðst ekki tjá sig um málið í ljósi þess að embætti þjóðleikhússtjóra hefur nú verið auglýst og hvers konar ummæli um mögulega umsækjendur gætu valdið vanhæfi ráðherra í ráðningaferli þess.
Leikhús Menning Stjórnsýsla Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira