Vilja fagfólk í mannauðsmálum vegna samskipta þjóðleikhússtjóra við listamenn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. maí 2019 19:00 Félag íslenskra leikara fer fram á að Menntamálaráðuneytið fái fagfólk til að ráða fram úr samskiptavanda þjóðleikhússtjóra við listamenn leikhússins. Formaður félagsins segir þjóðleikhússtjóra hafa beitt sig ofbeldi og margir hafi kvartað undan framkomu hans. Þjóðleikhússtjóri vísar þessu á bug og bendir á mikla starfsánægju innan leikhússins. Vísir greindi ítarlega frá ólgu milli formanns Félags íslenskra leikara og þjóðleikhússtjóra í dag. Vandinn hófst fyrir alvöru í febrúar á síðasta ári við undirritun kjarasamninga leikara Þjóðleikshússins. „Við undirritun samninga í fyrra þó tókumst við Birna Hafstein formaður FÍL í hendur og hún vildi faðma mig, ég braut faðmlagið og ég sá að hún tók þetta nærri sér. Ég fór því til hennar og bað hana afsökunar og hún tók við afsökunarbeiðninni og ég gerði ráð fyrir að málinu væri lokið,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. Greinir á um hvort Birna hafi hrasað Aðspurður um hvort Birna hafi hrasað við þetta kveðst Ari svo ekki hafa verið. Birna Hafstein segist hins vegar hafa hrasað og framkoma Ara hafi staðfest margar kvartanir sem hún hafi fengið vegna skapbresta hans. „Þjóðleikhússtjóri greinilega missti stjórn á skapi sínu og stjakaði harkalega við mér og þá blasti við mér að það rýmaði við allar þær kvartanir sem mér höfðu borist gegnum tíðina,“ segir Birna. Stjórn félags íslenskra leikara og sviðslistafólks sendi bréf til mennta-og menningarmálaráðuneytisins í kjölfarið vegna framkomu þjóðleikhússtjóra við listamenn og formanninn. Birna Hafstein segir að málið hafi reynst sér afar erfitt persónulega. „Núna er ég búin að verða fyrir árásum í næstum eitt og hálft ár, nokkuð sem ég kalla ofbeldi og ég sætti mig hvorki við að verða fyrir því sjálf né að félagsmenn FÍL verði fyrir slíku,“ segir Birna. Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri vísar þessu á bug. Segist lítið vita um kvartanirnar „Í sjálfu sér veit ég ekkert um þessar kvartanir annað en mér hefur verið sagt en ég veit að þær voru teknar fyrir og þeim var vísað frá,“ segir Ari. Ari bendir jafnframt á að starfsánægjukönnun leikhússins hafi komið afar vel út og deildarstjórar hafi sent stuðningsyfirlýsingu til mennta-og menningarmálaráðuneytisins. Það er annað hljóð í strokkunum hjá FÍL en eftir fjölmennan fund hjá Félagi íslenskra leikara í síðustu viku var ákveðið að senda ráðuneytinu nýtt erindi þar sem óskað er eftir fagfólki í mannauðsmálum við Þjóðleikhúsið og var það sent út í dag. „Það hlýtur að vera kominn tími á að yfirvöld taki á þessum málum af einhverri festu og fái þarna inn fagfólk í mannauðsmálum,“ segir Birna Hafstein. Lilja Alfreðsdóttir mennta-og menningarmálaráðherra kvaðst ekki tjá sig um málið í ljósi þess að embætti þjóðleikhússtjóra hefur nú verið auglýst og hvers konar ummæli um mögulega umsækjendur gætu valdið vanhæfi ráðherra í ráðningaferli þess. Leikhús Menning Stjórnsýsla Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Sjá meira
Félag íslenskra leikara fer fram á að Menntamálaráðuneytið fái fagfólk til að ráða fram úr samskiptavanda þjóðleikhússtjóra við listamenn leikhússins. Formaður félagsins segir þjóðleikhússtjóra hafa beitt sig ofbeldi og margir hafi kvartað undan framkomu hans. Þjóðleikhússtjóri vísar þessu á bug og bendir á mikla starfsánægju innan leikhússins. Vísir greindi ítarlega frá ólgu milli formanns Félags íslenskra leikara og þjóðleikhússtjóra í dag. Vandinn hófst fyrir alvöru í febrúar á síðasta ári við undirritun kjarasamninga leikara Þjóðleikshússins. „Við undirritun samninga í fyrra þó tókumst við Birna Hafstein formaður FÍL í hendur og hún vildi faðma mig, ég braut faðmlagið og ég sá að hún tók þetta nærri sér. Ég fór því til hennar og bað hana afsökunar og hún tók við afsökunarbeiðninni og ég gerði ráð fyrir að málinu væri lokið,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri. Greinir á um hvort Birna hafi hrasað Aðspurður um hvort Birna hafi hrasað við þetta kveðst Ari svo ekki hafa verið. Birna Hafstein segist hins vegar hafa hrasað og framkoma Ara hafi staðfest margar kvartanir sem hún hafi fengið vegna skapbresta hans. „Þjóðleikhússtjóri greinilega missti stjórn á skapi sínu og stjakaði harkalega við mér og þá blasti við mér að það rýmaði við allar þær kvartanir sem mér höfðu borist gegnum tíðina,“ segir Birna. Stjórn félags íslenskra leikara og sviðslistafólks sendi bréf til mennta-og menningarmálaráðuneytisins í kjölfarið vegna framkomu þjóðleikhússtjóra við listamenn og formanninn. Birna Hafstein segir að málið hafi reynst sér afar erfitt persónulega. „Núna er ég búin að verða fyrir árásum í næstum eitt og hálft ár, nokkuð sem ég kalla ofbeldi og ég sætti mig hvorki við að verða fyrir því sjálf né að félagsmenn FÍL verði fyrir slíku,“ segir Birna. Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri vísar þessu á bug. Segist lítið vita um kvartanirnar „Í sjálfu sér veit ég ekkert um þessar kvartanir annað en mér hefur verið sagt en ég veit að þær voru teknar fyrir og þeim var vísað frá,“ segir Ari. Ari bendir jafnframt á að starfsánægjukönnun leikhússins hafi komið afar vel út og deildarstjórar hafi sent stuðningsyfirlýsingu til mennta-og menningarmálaráðuneytisins. Það er annað hljóð í strokkunum hjá FÍL en eftir fjölmennan fund hjá Félagi íslenskra leikara í síðustu viku var ákveðið að senda ráðuneytinu nýtt erindi þar sem óskað er eftir fagfólki í mannauðsmálum við Þjóðleikhúsið og var það sent út í dag. „Það hlýtur að vera kominn tími á að yfirvöld taki á þessum málum af einhverri festu og fái þarna inn fagfólk í mannauðsmálum,“ segir Birna Hafstein. Lilja Alfreðsdóttir mennta-og menningarmálaráðherra kvaðst ekki tjá sig um málið í ljósi þess að embætti þjóðleikhússtjóra hefur nú verið auglýst og hvers konar ummæli um mögulega umsækjendur gætu valdið vanhæfi ráðherra í ráðningaferli þess.
Leikhús Menning Stjórnsýsla Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Sjá meira